Sigga Heimis bæjarlistamaður Seltjarnarness Ellý Ármanns skrifar 26. janúar 2013 17:30 Sigga Heimis (Sigríður Heimisdóttir) hönnuður var í dag tilnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness, en hún er sautjándi Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina. Nýkrýndur bæjarlistamaður sér tækifæri fyrir bæjarbúa með nafnbótinni og hyggst miðla af þekkingu sinni og reynslu fyrir samfélagið í heild sinni og einnig í samstarfi við skóla og félagsstarf aldraðra á Seltjarnarnesi.Sigga Heimis er borin og barnfæddur Seltirningur. Hún útskrifaðist sem iðnhönnuður frá Istituto Europeo di Design í Mílanó á Ítalíu og er með meistaragráðu frá Domus Academy í sömu borg. Hún hefur starfað við hönnun í 18 ár, lengst af hjá húsgagnarisanum IKEA í Svíþjóð en einnig sem hönnunarstjóri hjá Fritz Hansen í Danmörku. Síðastliðin 3 ár hefur Sigga rekið eigin teiknistofu en það gerði hún einnig árin 1994-2000 áður en hún hóf störf hjá IKEA. Hún hefur unnið fyrir Vitra hönnunarsafnið í Þýskalandi, Corning glerlistasafnið í New York og tekið þátt í samstarfsverkefnum með íslenskum framleiðendum.Sigga hefur einbeitt sér að fjöldaframleiddri hönnun, en í dag liggja eftir hana á fjórða hundrað vörutegunda. Hún hefur kennt og haldið fyrirlestra við ólíka háskóla víða um heim og haft yfirumsjón með samstarfi IKEA við hönnunarskóla í fjölmörgum löndum. Þá hefur Sigga haldið hönnunarnámskeið fyrir fjölda nemenda hérlendis sem erlendis.Síðustu ár hefur hönnun Siggu beinst meira að félagslegri ábyrgð þar sem sjónum er beint að tilgreindu hagsmunamáli. Stærasta verkefni hennar á því sviði eru glerlistaverk af líffærum manna, en tilgangurinn með þeim er að vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa.Af þessu tilefni mun menningarsvið Seltjarnarness efna til sýningar þar sem lögð er áhersla á fjölskrúðuga ljósahönnun Siggu í sýningarsalnum Eiðisskeri, en sýningin verður opnuð á Safnanótt 8. febrúar næstkomandi.Skoða fleiri myndir hér sem teknar voru við tilnefninguna í dag. Skroll-Lífið Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Sigga Heimis (Sigríður Heimisdóttir) hönnuður var í dag tilnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness, en hún er sautjándi Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina. Nýkrýndur bæjarlistamaður sér tækifæri fyrir bæjarbúa með nafnbótinni og hyggst miðla af þekkingu sinni og reynslu fyrir samfélagið í heild sinni og einnig í samstarfi við skóla og félagsstarf aldraðra á Seltjarnarnesi.Sigga Heimis er borin og barnfæddur Seltirningur. Hún útskrifaðist sem iðnhönnuður frá Istituto Europeo di Design í Mílanó á Ítalíu og er með meistaragráðu frá Domus Academy í sömu borg. Hún hefur starfað við hönnun í 18 ár, lengst af hjá húsgagnarisanum IKEA í Svíþjóð en einnig sem hönnunarstjóri hjá Fritz Hansen í Danmörku. Síðastliðin 3 ár hefur Sigga rekið eigin teiknistofu en það gerði hún einnig árin 1994-2000 áður en hún hóf störf hjá IKEA. Hún hefur unnið fyrir Vitra hönnunarsafnið í Þýskalandi, Corning glerlistasafnið í New York og tekið þátt í samstarfsverkefnum með íslenskum framleiðendum.Sigga hefur einbeitt sér að fjöldaframleiddri hönnun, en í dag liggja eftir hana á fjórða hundrað vörutegunda. Hún hefur kennt og haldið fyrirlestra við ólíka háskóla víða um heim og haft yfirumsjón með samstarfi IKEA við hönnunarskóla í fjölmörgum löndum. Þá hefur Sigga haldið hönnunarnámskeið fyrir fjölda nemenda hérlendis sem erlendis.Síðustu ár hefur hönnun Siggu beinst meira að félagslegri ábyrgð þar sem sjónum er beint að tilgreindu hagsmunamáli. Stærasta verkefni hennar á því sviði eru glerlistaverk af líffærum manna, en tilgangurinn með þeim er að vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa.Af þessu tilefni mun menningarsvið Seltjarnarness efna til sýningar þar sem lögð er áhersla á fjölskrúðuga ljósahönnun Siggu í sýningarsalnum Eiðisskeri, en sýningin verður opnuð á Safnanótt 8. febrúar næstkomandi.Skoða fleiri myndir hér sem teknar voru við tilnefninguna í dag.
Skroll-Lífið Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira