Kenna stangveiði í grunnskólanum 24. janúar 2013 16:47 Kennsla í stangveiði á grunnskólastigi er til fyrirmyndar, er mat Veiðivísis. Krakkarnir á Siglufirði eiga mörg ævintýri framundan við bakkann. Mynd/Stangveiðifélag Siglufjarðar Grunnskóli Fjallabyggðar hefur undanfarin ár boðið tveimur elstu bekkjum skólans uppá fjölda valgreina, í samræmi við lög. Frá því er sagt á vef Stangveiðifélags Siglufjarðar að fluguhnýtingar og stangveiði hafa verið valgreinar um nokkurt skeið. Nú í vetur hafa um 30 nemendur af 60 valið þessar greinar. Strákarnir eru fleiri, en margar stúlkur hafa einnig valið að læra að hnýta og kasta flugu. Veiðivísir spyr hvort þessi valgrein hljóti ekki að vera einsdæmi hér á landi? „Stangveiðifélag Siglfirðinga hefur tekið þátt í þessari uppbyggingu sem er að eiga sér stað í Fjallabyggð. Félagið hefur boðið nemendum að veiða í Héðinsfirði og Flókadalsá í Fljótum, þegar veiðitímabilið er í fullum gangi. Stangveiðifélag Siglfirðinga, Sparisjóður Siglfirðinga og Vesturröst tóku sig saman um að gefa Grunnskóla Fjallabyggðar þrjár fullbúnar fluguveiðistangir sem notaðar verða við kennslu og veiði," segir í frétt stangveiðifélagsins. Í fluguhnýtingum er nemendum kennd undirstöðuatriðin og búa þau til nokkrar. Lokaverkefnið er að hanna sína eigin flugu. Í stangveiði fara nemendur í kastkennslu með flugustöngum í íþróttahúsinu á Siglufirði. Einnig fá nemendur fræðslu um allan þann búnað sem fylgir fluguveiði sem og hvernig á að umgangast náttúruna og íbúa vatna og áa. Síðustu tvö ár hafa nemendur farið í vorveiði í Litluá í Kelduhverfi. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði
Grunnskóli Fjallabyggðar hefur undanfarin ár boðið tveimur elstu bekkjum skólans uppá fjölda valgreina, í samræmi við lög. Frá því er sagt á vef Stangveiðifélags Siglufjarðar að fluguhnýtingar og stangveiði hafa verið valgreinar um nokkurt skeið. Nú í vetur hafa um 30 nemendur af 60 valið þessar greinar. Strákarnir eru fleiri, en margar stúlkur hafa einnig valið að læra að hnýta og kasta flugu. Veiðivísir spyr hvort þessi valgrein hljóti ekki að vera einsdæmi hér á landi? „Stangveiðifélag Siglfirðinga hefur tekið þátt í þessari uppbyggingu sem er að eiga sér stað í Fjallabyggð. Félagið hefur boðið nemendum að veiða í Héðinsfirði og Flókadalsá í Fljótum, þegar veiðitímabilið er í fullum gangi. Stangveiðifélag Siglfirðinga, Sparisjóður Siglfirðinga og Vesturröst tóku sig saman um að gefa Grunnskóla Fjallabyggðar þrjár fullbúnar fluguveiðistangir sem notaðar verða við kennslu og veiði," segir í frétt stangveiðifélagsins. Í fluguhnýtingum er nemendum kennd undirstöðuatriðin og búa þau til nokkrar. Lokaverkefnið er að hanna sína eigin flugu. Í stangveiði fara nemendur í kastkennslu með flugustöngum í íþróttahúsinu á Siglufirði. Einnig fá nemendur fræðslu um allan þann búnað sem fylgir fluguveiði sem og hvernig á að umgangast náttúruna og íbúa vatna og áa. Síðustu tvö ár hafa nemendur farið í vorveiði í Litluá í Kelduhverfi. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði