„Menn héldu að við værum rosaleg illmenni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2013 10:48 Aðspurður hvort DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína á sínum tíma segir Jónas að menn velti alltaf hlutunum fyrir sér í starfi á fjölmiðlum. Vísir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, fagnar viðtölum Kastljóss við Eirík Guðberg Stefánsson og Hilmar Örn Þorbjörnsson í gærkvöldi. Jónas deildi ritstjórastöðu hjá DV með Mikael Torfasyni þegar dagblaðið fjallaði um misnotkun Gísla Hjartarsonar á Ísafirði gagnvart tveimur drengjum á táningsaldri. Gísli tók eigið líf sama dag og DV birti umfjöllun sína. Óhætt er að segja að mikil reiði hafi ríkt í þjóðfélaginu sem að skiptist í tvær fylkingar. „Við týndumst bara, það snerist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn“,“ sagði Hilmar Örn í viðtalinu við Kastljós í gær. Eiríkur og Hilmar sáu hvor sína hliðina á peningnum varðandi fréttaumfjöllun Dv. Hilmar telur að DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína en Eiríkur sagði það engu máli skipta. „Þeir áttu alveg fullan rétt á að skrifa um hann því hann gerði það sem hann gerði,“ sagði Eiríkur í viðtalinu. Aðspurður hvort DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína á sínum tíma segir Jónas að menn velti alltaf hlutunum fyrir sér í starfi á fjölmiðlum. „Það er stærri ákvörðun finnst mér að birta ekki en að birta. Ef upplýsingar eru til og þær ekki birtar þá fyrst eru menn farnir að leika guð. Sá sem að birtir upplýsingar sem eru til, hann er ekki að ákveða neitt. Bara að vinna vinnuna sína. Það er stærri ákvörðun að velja að fólk megi ekki vita eitthvað. Það er partur af þessu þöggunarsamfélagi,“ segir Jónas. Hann telur þöggunarsamfélagið enn fyrir hendi á Íslandi þótt ástandið sé skárra en á tíma Ísafjarðarmálsins.Myndum gera þetta alveg eins í dag „Menn héldu að við værum rosaleg illmenni,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um að rifja upp málið sem varð til þess að Jónas og Mikael sögðu upp störfum sem ritstjórar DV. Hann segir marga stjórnmálamenn til að mynda hafa talað alvarlega af sér. „Stjórnmálamenn voru að fiska atkvæði í gruggugu vatni eins og stjórnmálamenn gerðu svo oft,“ segir Jónas. Hann segir þá Mikael aldrei hafa efast um að DV hefði farið með rétt mál þrátt fyrir skiptar skoðanir landsmanna. „Við höfðum legið á þessu um skeið. Við vissum að hann (innsk: Gísli Hjartarson) hafði verið kallaður til yfirheyrslu. Það var engin flökkusaga. Það var staðreynd,“ segir Jónas. Hann bendir á að vandvirkni hafi verið sérstaklega mikil við umfjöllun um málið viðkvæma. „Við vissum að þetta var rétt mál og vönduðum okkur óvenjulega mikið við að skrifa fréttina. Ef þetta kæmi upp í dag myndum við gera þetta alveg eins.“Frelsaðist frá daglegu amstri fréttamennskunnar Jónas lítur á björtu hliðar málsins. Uppsögnin á DV varð til þess að hann hafi getað sinnt öðrum hlutum sem hann hefði annars ekki fengið tækifæri til. Hann hafi verið ritstjóri í fjörutíu ár og það sé nægilega langur ferill í faginu. „Heimurinn missti ekki rosalega mikið þótt mennirnir (innsk: Jónas og Mikael) hættu í starfi. Enda fékk ég tækifæri til þess að sinna öðrum hlutum sem ég hefði annars ekki haft tækifæri til. Ég fór í háskólakennslu og Mikael fór að skrifa bækur eins og hann hafði gert áður.“ Jónas hefur haft nóg fyrir stafni undanfarin ár. Hann sneri sér að kennslu í blaðamennsku við Háskólann í Reykjavík og í fyrra skrifaði hann bók um fornar þjóðleiðir sem vakti mikla lukku. „Ég hefði aldrei farið út í svona stórt verk meðfram vinnu við fjölmiðil,“ segir Jónas sem vinnur að því í dag að koma kennslufyrirlestrum sínum í blaðamennsku á myndbandsform. „Þessu verður pakkað saman og sett í námskeið á þessu ári. Þetta er feiknalega mikil vinna. Það hefði aldrei orðið af þessu hefði ég ekki frelsast frá daglegu amstri fréttamennskunnar.“Viðtal Kastljóss við Eirík og Hilmar má sjá hér. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: "Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn" Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. 22. janúar 2013 20:31 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, fagnar viðtölum Kastljóss við Eirík Guðberg Stefánsson og Hilmar Örn Þorbjörnsson í gærkvöldi. Jónas deildi ritstjórastöðu hjá DV með Mikael Torfasyni þegar dagblaðið fjallaði um misnotkun Gísla Hjartarsonar á Ísafirði gagnvart tveimur drengjum á táningsaldri. Gísli tók eigið líf sama dag og DV birti umfjöllun sína. Óhætt er að segja að mikil reiði hafi ríkt í þjóðfélaginu sem að skiptist í tvær fylkingar. „Við týndumst bara, það snerist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn“,“ sagði Hilmar Örn í viðtalinu við Kastljós í gær. Eiríkur og Hilmar sáu hvor sína hliðina á peningnum varðandi fréttaumfjöllun Dv. Hilmar telur að DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína en Eiríkur sagði það engu máli skipta. „Þeir áttu alveg fullan rétt á að skrifa um hann því hann gerði það sem hann gerði,“ sagði Eiríkur í viðtalinu. Aðspurður hvort DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína á sínum tíma segir Jónas að menn velti alltaf hlutunum fyrir sér í starfi á fjölmiðlum. „Það er stærri ákvörðun finnst mér að birta ekki en að birta. Ef upplýsingar eru til og þær ekki birtar þá fyrst eru menn farnir að leika guð. Sá sem að birtir upplýsingar sem eru til, hann er ekki að ákveða neitt. Bara að vinna vinnuna sína. Það er stærri ákvörðun að velja að fólk megi ekki vita eitthvað. Það er partur af þessu þöggunarsamfélagi,“ segir Jónas. Hann telur þöggunarsamfélagið enn fyrir hendi á Íslandi þótt ástandið sé skárra en á tíma Ísafjarðarmálsins.Myndum gera þetta alveg eins í dag „Menn héldu að við værum rosaleg illmenni,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um að rifja upp málið sem varð til þess að Jónas og Mikael sögðu upp störfum sem ritstjórar DV. Hann segir marga stjórnmálamenn til að mynda hafa talað alvarlega af sér. „Stjórnmálamenn voru að fiska atkvæði í gruggugu vatni eins og stjórnmálamenn gerðu svo oft,“ segir Jónas. Hann segir þá Mikael aldrei hafa efast um að DV hefði farið með rétt mál þrátt fyrir skiptar skoðanir landsmanna. „Við höfðum legið á þessu um skeið. Við vissum að hann (innsk: Gísli Hjartarson) hafði verið kallaður til yfirheyrslu. Það var engin flökkusaga. Það var staðreynd,“ segir Jónas. Hann bendir á að vandvirkni hafi verið sérstaklega mikil við umfjöllun um málið viðkvæma. „Við vissum að þetta var rétt mál og vönduðum okkur óvenjulega mikið við að skrifa fréttina. Ef þetta kæmi upp í dag myndum við gera þetta alveg eins.“Frelsaðist frá daglegu amstri fréttamennskunnar Jónas lítur á björtu hliðar málsins. Uppsögnin á DV varð til þess að hann hafi getað sinnt öðrum hlutum sem hann hefði annars ekki fengið tækifæri til. Hann hafi verið ritstjóri í fjörutíu ár og það sé nægilega langur ferill í faginu. „Heimurinn missti ekki rosalega mikið þótt mennirnir (innsk: Jónas og Mikael) hættu í starfi. Enda fékk ég tækifæri til þess að sinna öðrum hlutum sem ég hefði annars ekki haft tækifæri til. Ég fór í háskólakennslu og Mikael fór að skrifa bækur eins og hann hafði gert áður.“ Jónas hefur haft nóg fyrir stafni undanfarin ár. Hann sneri sér að kennslu í blaðamennsku við Háskólann í Reykjavík og í fyrra skrifaði hann bók um fornar þjóðleiðir sem vakti mikla lukku. „Ég hefði aldrei farið út í svona stórt verk meðfram vinnu við fjölmiðil,“ segir Jónas sem vinnur að því í dag að koma kennslufyrirlestrum sínum í blaðamennsku á myndbandsform. „Þessu verður pakkað saman og sett í námskeið á þessu ári. Þetta er feiknalega mikil vinna. Það hefði aldrei orðið af þessu hefði ég ekki frelsast frá daglegu amstri fréttamennskunnar.“Viðtal Kastljóss við Eirík og Hilmar má sjá hér.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: "Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn" Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. 22. janúar 2013 20:31 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: "Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn" Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. 22. janúar 2013 20:31