Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: „Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn“ Boði Logason skrifar 22. janúar 2013 20:31 Eiríkur Guðberg Stefánsson og Hilmar Örn Þorbjörnsson voru gestir Kastljóssins í kvöld. Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. Gísli var kennari á Ísafirði en málið vakti mikla athygli þegar hann svipti sig lífi sama dag og DV fjallaði um brot hans árið 2006. Ritstjórar DV hættu störfum fyrir blaðið í kjölfarið en málið hefur oft verið kallað Ísafjarðarmálið. Hilmar Örn og Eiríkur Guðberg stigu nú í fyrsta skiptið fram og sögðu frá því ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla í mörg ár. „Þetta byrjaði eftir 15 ára afmælisdaginn minn og gekk rétt yfir 17 ára aldurinn, nánast vikulega," sagði Eiríkur Guðberg. Gísli kynntist föðurfjölskyldu Eiríks Guðbergs og hjálpaði honum að læra eftir skóla. Þannig gekk það fyrir sér um nokkurra mánaðaskeið en svo byrjaði Gísli að brjóta á honum. „Ég var í fótbolta og gekk rosalega vel í lífinu, en átti erfitt með skólann, var hálf-ofvirkur. En eftir að þetta byrjaði hætti ég í fótbolta og fór að drekka mikið, svo komu eiturlyf og sterar í kjölfarið af því," sagði Eiríkur Guðberg. Rétt fyrir jólin árið 2005 ákváðu þeir að kæra Gísla fyrir brotin. Það var svo í byrjun janúar árið 2006 sem DV kemst á snoðir um kærurnar tvær. „Hvernig, veit ég ekki, og það skiptir kannski ekki máli. En þeir hringja og hringja í mig og vilja fá hinar ýmsu upplýsingar en ég neitaði að tala við þá - slökkti bara á símanum mínum á tímabili. Þeir tala við pabba minn og hann biður þá ítrekað að bíða með þetta, og segir að um leið og þið birtið eitthvað um þetta þá er málið dautt - þið eyðileggið það fyrir okkur. En þeir hlustuðu ekki því miður," sagði Hilmar Örn. Sama dag og blaðið kom út svipti Gísli sig lífi, og því fór málið aldrei neitt lengra í dómskerfinu. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn segja að þeir hafi gleymst í umræðunni. „Við týndumst bara, það snérist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn"," sagði Hilmar Örn. „Ég gat ekki farið í mál við látinn einstakling og lokaði mig inni í tvær vikur, held ég hafi bara fengið vægt taugaáfall." „Ég var svo ungur, ég var bara 18 ára. Ég var svolítið sár yfir því að það bjuggust allir við að við værum að ljúga, að hann væri hetja því DV skrifaði um hann. Hann gerði það sem hann gerði." Eftir þetta hafa þeir fengið að heyra að þeir séu morðingjar, að það sé þeim að kenna að Gísli hafi svipt sig lífi. „Maður hefur heyrt bæði frá fólki sem trúir þessu, og trúir þessu ekki. Ég hef heyrt frá fólki sem segir að það hafi verið flott hjá okkur að kæra en ég hef líka heyrt að menn hafa kallað okkur morðingja fyrir að hafa drepið manninn," sagði Hilmar Örn. Fyrir nokkrum árum reyndi Eiríkur sjálfsvíg eftir að maður kom til hans og sagði að hann ætti að gefa sig fram til lögreglu og sitja inni fyrir manndráp. „Ég fór bara heim. Ég gat ekki meira. Ég hengdi mig inni í þvottahúsi. Ég var nánast dáinn, það þurfti að blása mig og hnoða mig í gang - svo vaknaði ég upp á spítala," sagði Eiríkur. „Ég hef talað um þetta tvisvar áður, við lögregluna og sálfræðing." Þeir segjast stíga fram núna til að fólk vakni. „Þetta er ekki okkur að kenna og fyrir okkur stráka er erfiðara að koma fram en fyrir stelpur. Það er hægt að mennta sig og ná bata," sagði Eiríkur. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn fengu báðir greiddar hámarksbætur frá íslenska ríkinu vegna þeirra brota sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla. Talið var sannað að Gísli hefði brotið gegn þeim.Viðtalið má sjá hér. Fjölmiðlar Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Sjá meira
Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. Gísli var kennari á Ísafirði en málið vakti mikla athygli þegar hann svipti sig lífi sama dag og DV fjallaði um brot hans árið 2006. Ritstjórar DV hættu störfum fyrir blaðið í kjölfarið en málið hefur oft verið kallað Ísafjarðarmálið. Hilmar Örn og Eiríkur Guðberg stigu nú í fyrsta skiptið fram og sögðu frá því ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla í mörg ár. „Þetta byrjaði eftir 15 ára afmælisdaginn minn og gekk rétt yfir 17 ára aldurinn, nánast vikulega," sagði Eiríkur Guðberg. Gísli kynntist föðurfjölskyldu Eiríks Guðbergs og hjálpaði honum að læra eftir skóla. Þannig gekk það fyrir sér um nokkurra mánaðaskeið en svo byrjaði Gísli að brjóta á honum. „Ég var í fótbolta og gekk rosalega vel í lífinu, en átti erfitt með skólann, var hálf-ofvirkur. En eftir að þetta byrjaði hætti ég í fótbolta og fór að drekka mikið, svo komu eiturlyf og sterar í kjölfarið af því," sagði Eiríkur Guðberg. Rétt fyrir jólin árið 2005 ákváðu þeir að kæra Gísla fyrir brotin. Það var svo í byrjun janúar árið 2006 sem DV kemst á snoðir um kærurnar tvær. „Hvernig, veit ég ekki, og það skiptir kannski ekki máli. En þeir hringja og hringja í mig og vilja fá hinar ýmsu upplýsingar en ég neitaði að tala við þá - slökkti bara á símanum mínum á tímabili. Þeir tala við pabba minn og hann biður þá ítrekað að bíða með þetta, og segir að um leið og þið birtið eitthvað um þetta þá er málið dautt - þið eyðileggið það fyrir okkur. En þeir hlustuðu ekki því miður," sagði Hilmar Örn. Sama dag og blaðið kom út svipti Gísli sig lífi, og því fór málið aldrei neitt lengra í dómskerfinu. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn segja að þeir hafi gleymst í umræðunni. „Við týndumst bara, það snérist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn"," sagði Hilmar Örn. „Ég gat ekki farið í mál við látinn einstakling og lokaði mig inni í tvær vikur, held ég hafi bara fengið vægt taugaáfall." „Ég var svo ungur, ég var bara 18 ára. Ég var svolítið sár yfir því að það bjuggust allir við að við værum að ljúga, að hann væri hetja því DV skrifaði um hann. Hann gerði það sem hann gerði." Eftir þetta hafa þeir fengið að heyra að þeir séu morðingjar, að það sé þeim að kenna að Gísli hafi svipt sig lífi. „Maður hefur heyrt bæði frá fólki sem trúir þessu, og trúir þessu ekki. Ég hef heyrt frá fólki sem segir að það hafi verið flott hjá okkur að kæra en ég hef líka heyrt að menn hafa kallað okkur morðingja fyrir að hafa drepið manninn," sagði Hilmar Örn. Fyrir nokkrum árum reyndi Eiríkur sjálfsvíg eftir að maður kom til hans og sagði að hann ætti að gefa sig fram til lögreglu og sitja inni fyrir manndráp. „Ég fór bara heim. Ég gat ekki meira. Ég hengdi mig inni í þvottahúsi. Ég var nánast dáinn, það þurfti að blása mig og hnoða mig í gang - svo vaknaði ég upp á spítala," sagði Eiríkur. „Ég hef talað um þetta tvisvar áður, við lögregluna og sálfræðing." Þeir segjast stíga fram núna til að fólk vakni. „Þetta er ekki okkur að kenna og fyrir okkur stráka er erfiðara að koma fram en fyrir stelpur. Það er hægt að mennta sig og ná bata," sagði Eiríkur. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn fengu báðir greiddar hámarksbætur frá íslenska ríkinu vegna þeirra brota sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla. Talið var sannað að Gísli hefði brotið gegn þeim.Viðtalið má sjá hér.
Fjölmiðlar Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Sjá meira