Tónlist

Hasar og hávaðarokk

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hinn danski Lars Ulrich lemur húðir í Metallica.
Hinn danski Lars Ulrich lemur húðir í Metallica. Mynd/AP
Þungarokkararnir í Metallica eru síður en svo af baki dottnir þrátt fyrir að flestir meðlimir sveitarinnar standi nú á fimmtugu. Þessi goðsagnakennda sveit hefur lokið við gerð þrívíddarkvikmyndar í fullri lengd, þar sem hasar og lifandi tónlist renna saman í eitt.

Það er hinn ungverk-ameríski Nimród Antal sem leikstýrir kvikmyndinni, en hún hefur hlotið nafnið Metallica Through the Never. Antal þessi er þekktastur fyrir kvikmyndina Predators, en aðalhlutverkið verður í höndum Dane DeHaan.

Söguþráðurinn er á þá leið að rótari hljómsveitarinnar er sendur í útréttingar, á meðan hljómsveitin sjálf spilar á tónleikum í Vancouver. Sendiferðin fer eitthvað öðruvísi en ætlað var, og munu áhorfendur fylgjast með hasarnum og tónleikunum til skiptis. Og allt í þrívídd.

Myndin verður frumsýnd næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.