Formúla 1

Glock leystur undan samningnum við Marussia

Birgir Þór Harðarson skrifar
Glock mun ekki aka fyrir Marussia-liðið í Formúlu 1 á næsta ári. Óvíst er hvort hann landi keppnissæti fyrir tímabilið sem hefst í mars.
Glock mun ekki aka fyrir Marussia-liðið í Formúlu 1 á næsta ári. Óvíst er hvort hann landi keppnissæti fyrir tímabilið sem hefst í mars. nordicphotos/afp
Þjóðverjinn Timo Glock mun ekki aka fyrir Marussia í ár. Þetta staðfesti liðið í gær en Glock var samningsbundinn liðinu út árið 2014.

Glock fer í góðu en báðir aðilar náðu samkomulagi um starfslok hans. Nú hefst því leit að ökumanni fyrir Marussia-liðið sem mun aka við hlið Max Chilton, sem ráðinn var fyrr í vetur.

Þrjú keppnissæti eru því laus rúmri viku áður en undirbúningstímabilið hefst á Jerez-brautinni á Spáni. Nýlaust sæti hjá Marussia verður fyllt í tæka tíð segja yfirmenn liðsins. Caterham og Force India-liðin eiga bæði eftir að ráða ökumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×