Formúla 1

McLaren frumsýndi nýjan keppnisbíl

Birgir Þór Harðarson skrifar
McLaren-liðið í Formúlu 1 hefur frumsýnt keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 sem þeir kalla MP4-28. Þeir Jenson Button og Sergio Perez munu aka bílnum, sem eins og nýi Lotus-bíllinn, svipar mjög til forvera síns.

McLaren er að hefja sitt fimmtugasta keppnisár í Formúlu 1 og því hófst athöfnin í dag á því að ökumenn liðsins óku gömlum kappakstursbílum umhverfis glæsilegar höfuðstöðvarnar í Woking og inn þar sem nýji MP4-28 bíllinn stóð undir hulunni.

Bíllinn er hannaður á grunni forvera síns sem McLaren-liðið notaði í fyrra en nokkrar uppfærslur og nýjar útfærslur hafa verið gerðar til þess að liðið geti tekið upp þráðinn þar sem það skildi við hann í Brasilíu í nóvember; með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×