Lífið

Heimsyfirráð að sjálfsögðu

Ellý Ármanns skrifar
Í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis í gær afhenti FKA; Félag kvenna í atvinnulífinu árlegar viðurkenningar að viðstöddum fjölda þeirra karla og kvenna sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs.

Hvatningarviðurkenningu FKA hlutu þær Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir – eigendur Tulipop sem við ræddum stuttlega við eins og sjá má í myndskeiðinu.

Framleiðslulína þeirra hefur vakið mikla athygli; ekki hvað síst tískufrömuða víða um heim sem gjarnan tala um "fígúrur" þeirra sem svar Íslendinga við Múmínálfunum finnsku.

Tulipop er litríkur ævintýraheimur þar sem sveppsystkinin Búi og Gló búa ásamt fjölda annarra skemmtilegra "karaktera" sem Signý viðurkennir að eigi sér oft mennskar fyrirmyndir; sumir séu ótrúlega líkir nánum ættingjum þeirra og vinum. 

Auk þess að hanna og framleiða fjölbreytta vörulínu; skissubækur, pennaveski, diska, bolla, lyklakippur o.fl. hafa þær verið fyrirtækjum innan handar við að hanna vörur fyrir viðskiptavini sína. Nægir þar að nefna VÍS endurskinshúfurnar, baukinn MOSA fyrir MP banka og nýlega barst þeim beiðni að hanna fígúrur á snjóbretti fyrir stóran brettaframleiðenda.

Sjá viðtal við Hafdísi og Huldu hjá FKA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×