Tónlist

Frábært að vera komin svona langt í keppninni

Ellý Ármanns skrifar
"Við þekktumst lítið en vissum vel af hvort öðru í gegnum tónlistargeirann. Þegar við hittumst fyrst að syngja inn lagið í stúdíó komumst við að þeirri skemmtilegu staðreynd að hún er uppalin tveimur götum fyrir ofan mig í Mosfellsbænum," segir Jógvan Hansen sem keppir til úrslita í undankeppni söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Til þín ásamt Stefaníu Svavarsdóttur á laugardaginn kemur.

Hvernig hefur samstarfið gengið?

"Það hefur gengið mjög vel og fundum við strax fyrir hversu vel við tengjumst í gegnum lagið Til þín sem við flytjum saman í úrslitaþættinum í Eurovision næsta laugardag í Hörpu."

"Hér er Stefanía í förðun hjá Sollu smink fyrir undanúrslitaþáttinn."
"Undanfarna daga höfum við Stefanía hist á hverjum degi og æft atriðið okkur til þess að gera það enn flottara fyrir úrslitaþáttinn. Birna Björnsdóttir hefur séð um að sviðsetja og fínpússa atriðið."

"Fatavalið hjá okkur er allt í vinnslu með aðstoð góðra vina og getum við ekki hreinlega beðið eftir að fá að flytja lagið fyrir þjóðina. Það er frábært að vera komin svona langt í keppninni og væri það draumur okkar að fara fyrir hönd þjóðarinnar og flytja lagið okkur í Malmö," segir Jógvan Hansen bjartsýnn á framhaldið.

"Hér erum við. Ég og Stefanía á æfingu í Söngskóla Maríu Bjarkar."
"Þessi mynd er með mér einum á æfingu síðasta laugardagsmorgun fyrir keppnina."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.