Lífið

"Látið okkur í friði"

Guðrún Lárusdóttir, útgerðarkona í Stálskipum, hlaut þakkarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri. Verðlaunin voru afhent í dag. Í ræðu sinni færði hún ríkisstjórninni skilaboð.

„Skilaboðin voru þau að láta okkur í friði, leyfa okkur að vinna í friði til að vinna okkur út úr þeim ógöngum sem sagt er að landið sé í. Það er eina leiðin, að gefa okkur vinnufrið. Það hefur ekki verið undanfarin þrjú ár," segir hún í samtali við Ellý Ármanns í Lífinu.

Guðrún segir ágætt að vera í útgerð og hún og maðurinn hennar, sem rekur útgerðina með henni, hafi alltaf verið heppin með áhafnir. Stálskip er á meðal 150 stærstu fyrirtækja landsins og á síðasta ári greiddi fyrirtækið hæst meðallaun allra fyrirtækja á landinu samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Á þeim lista hafa þau gjarnan verið undanfarin ár.

Stálskip hefur til umráða 1,20 % af heildarúthlutum afla miðað við árin 2011/2012 og í dag gera þau út frystitogarann Þór HF. Áhöfn Þórs telur 26 stöðugildi en í allt starfa 35-40 menn á sjó og þrír starfsmenn í landi. Guðrún lætur ekki bara til sín taka í fjölskyldufyrirtækinu Stálskipum heldur er hún atkvæðamikil í sinni atvinnugrein. Hún er formaður Útvegsmannafélags Hafnarfjarðar og eina konan í stjórn LÍÚ.

Þú getur séð viðtal við Guðrúnu með því að smella á hlekkinn hér að ofan.

Hér má skoða myndir sem Anton Brink tók á þakkarviðurkenningu FKA í Ráðhúsi Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×