Tími sátta Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. febrúar 2013 22:00 Stjórnarskráin er æðsta réttarheimild íslensks réttar, grundvallarlög, svokallað Lex Superior. Þessi grunnstoð réttarkerfis okkar á skilið virðingu. Hún á það skilið að ekki sé komið fram við hana líkt og hún væri lauf í vindi, því hún er kletturinn í hafinu. Stoðin sem við reiðum okkur á. Stjórnarskrármálið er nú komið býsna langt í þinginu. Það bíður þess að önnur umræða klárist og frumvarpið er nú í annarri mynd en þeirri sem stjórnlagaráð afgreiddi. Fingraför fræðimanna í lögfræði eru nú á frumvarpinu. Sem er jákvætt, en frumvarpið í núverandi mynd er ófullkomið. Þessi síðasta staðhæfing speglast í umsögnum laganefndar LMFÍ, Umboðsmanns Alþingis og fræðimanna í stjórnskipunarrétti. Þegar æðsta réttarheimildin er á kantinum þá er krafan um fullkomnun eðlileg. Til þessa hefur stjórnarmeirihlutinn ekki verið til umræðu um breytingar. Hann hefur haldið fast við þá skoðun að rétt sé að afgreiða frumvarpið á yfirstandandi þingi, að grunni til í óbreyttri mynd. Þá hefur legið á að koma málinu í aðra umræðu því ekki þótti rétt að bíða eftir áliti Feneyjarnefndarinnar, erlendum sérfræðingum í lögfræði sem fengu það hlutskipti að rýna í plaggið. Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa hins vegar verið að vakna til lífsins um alvarleika málsins á síðustu dögum. Enginn þeirra tjáir sig hins vegar undir nafni. Á móti hefur stjórnarandstaðan sýnt ákveðið taktleysi. Áður en lengra er haldið þurfa lesendur samt að hafa það hugfast að stjórnarskráin á að standa af sér deilur í samfélaginu. Ágreining, breytt pólitískt landslag og lundarfar þeirra sem með völdin hafa. Hún er hornsteinninn okkar. Mannréttindakaflinn í gildandi stjórnarskrá er mjög góður. Íslenskt samfélag hefur farið í gegnum langt tímabil deilna frá því kaflinn var endurskoðaður árið 1995 með mörgum mikilvægum fordæmum frá Hæstarétti Íslands sem hafa meitlað ákvæðin og skýrt, fyllt þau. Lína hefur verið dregin í sandinn um túlkun jákvæðra mannréttindaákvæða. Þeirra ákvæða sem leggja jákvæðar skyldur á ríkisvaldið, eins og 76.gr. sem fjallar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika. Samspil þessa ákvæðis við önnur ákvæði, eins og 65.gr., hefur verið skýrt í mikilvægum dómafordæmum eins og dómum í Öryrkjamáli hinu fyrra og Öryrkjamáli hinu síðara. Þá hefur Hæstiréttur dæmt í mikilvægum málum sem snerta aðgang að verðmætustu auðlind okkar, fiskinum í sjónum. Hann hefur tekið öll tvímæli af um hvar valdmörk löggjafans eru þegar regluverkið um umgengni við þessa auðlind er annars vegar. Þetta átakatímabil í íslensku samfélagi var ekki sársaukalaust. En það var mikilvægt til að skýra betur valdmörkin. Skýra betur það svigrúm sem löggjafinn hefur. Mér finnst óþarfi að láta íslenskt samfélag ganga í gegnum slíkt tímabil að nýju. Að valda sjálfum sér sársauka að óþörfu er óskynsemi. Því heilbrigði er eftirsóknarvert markmið. Viti bornar verur sýna skynsemi. Það felst í eðli þeirra. Að framansögðu virtu væri það dýrmætasta lexía sem stjórnmálamenn geta kennt sjálfum sér að rétta fram sáttarhönd í stjórnarskrármálinu. Ganga frá þeim köflum sem mest sátt er um en leyfa gildandi stjórnarskrá að njóta vafans á öðrum sviðum. Tími sátta er runninn upp. Valgerður Bjarnadóttir og Jóhanna Sigurðardóttir geta ekki sýnt þvergirðingshátt. Þær þurfa að vera víðsýnar. Þær þurfa að horfa á skóginn, ekki týnast í trjánum. Stjórnarskráin okkar á það skilið. Við öll eigum það skilið. En hver ætlar að ríða á vaðið og leysa hnútinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Stjórnarskráin er æðsta réttarheimild íslensks réttar, grundvallarlög, svokallað Lex Superior. Þessi grunnstoð réttarkerfis okkar á skilið virðingu. Hún á það skilið að ekki sé komið fram við hana líkt og hún væri lauf í vindi, því hún er kletturinn í hafinu. Stoðin sem við reiðum okkur á. Stjórnarskrármálið er nú komið býsna langt í þinginu. Það bíður þess að önnur umræða klárist og frumvarpið er nú í annarri mynd en þeirri sem stjórnlagaráð afgreiddi. Fingraför fræðimanna í lögfræði eru nú á frumvarpinu. Sem er jákvætt, en frumvarpið í núverandi mynd er ófullkomið. Þessi síðasta staðhæfing speglast í umsögnum laganefndar LMFÍ, Umboðsmanns Alþingis og fræðimanna í stjórnskipunarrétti. Þegar æðsta réttarheimildin er á kantinum þá er krafan um fullkomnun eðlileg. Til þessa hefur stjórnarmeirihlutinn ekki verið til umræðu um breytingar. Hann hefur haldið fast við þá skoðun að rétt sé að afgreiða frumvarpið á yfirstandandi þingi, að grunni til í óbreyttri mynd. Þá hefur legið á að koma málinu í aðra umræðu því ekki þótti rétt að bíða eftir áliti Feneyjarnefndarinnar, erlendum sérfræðingum í lögfræði sem fengu það hlutskipti að rýna í plaggið. Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa hins vegar verið að vakna til lífsins um alvarleika málsins á síðustu dögum. Enginn þeirra tjáir sig hins vegar undir nafni. Á móti hefur stjórnarandstaðan sýnt ákveðið taktleysi. Áður en lengra er haldið þurfa lesendur samt að hafa það hugfast að stjórnarskráin á að standa af sér deilur í samfélaginu. Ágreining, breytt pólitískt landslag og lundarfar þeirra sem með völdin hafa. Hún er hornsteinninn okkar. Mannréttindakaflinn í gildandi stjórnarskrá er mjög góður. Íslenskt samfélag hefur farið í gegnum langt tímabil deilna frá því kaflinn var endurskoðaður árið 1995 með mörgum mikilvægum fordæmum frá Hæstarétti Íslands sem hafa meitlað ákvæðin og skýrt, fyllt þau. Lína hefur verið dregin í sandinn um túlkun jákvæðra mannréttindaákvæða. Þeirra ákvæða sem leggja jákvæðar skyldur á ríkisvaldið, eins og 76.gr. sem fjallar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika. Samspil þessa ákvæðis við önnur ákvæði, eins og 65.gr., hefur verið skýrt í mikilvægum dómafordæmum eins og dómum í Öryrkjamáli hinu fyrra og Öryrkjamáli hinu síðara. Þá hefur Hæstiréttur dæmt í mikilvægum málum sem snerta aðgang að verðmætustu auðlind okkar, fiskinum í sjónum. Hann hefur tekið öll tvímæli af um hvar valdmörk löggjafans eru þegar regluverkið um umgengni við þessa auðlind er annars vegar. Þetta átakatímabil í íslensku samfélagi var ekki sársaukalaust. En það var mikilvægt til að skýra betur valdmörkin. Skýra betur það svigrúm sem löggjafinn hefur. Mér finnst óþarfi að láta íslenskt samfélag ganga í gegnum slíkt tímabil að nýju. Að valda sjálfum sér sársauka að óþörfu er óskynsemi. Því heilbrigði er eftirsóknarvert markmið. Viti bornar verur sýna skynsemi. Það felst í eðli þeirra. Að framansögðu virtu væri það dýrmætasta lexía sem stjórnmálamenn geta kennt sjálfum sér að rétta fram sáttarhönd í stjórnarskrármálinu. Ganga frá þeim köflum sem mest sátt er um en leyfa gildandi stjórnarskrá að njóta vafans á öðrum sviðum. Tími sátta er runninn upp. Valgerður Bjarnadóttir og Jóhanna Sigurðardóttir geta ekki sýnt þvergirðingshátt. Þær þurfa að vera víðsýnar. Þær þurfa að horfa á skóginn, ekki týnast í trjánum. Stjórnarskráin okkar á það skilið. Við öll eigum það skilið. En hver ætlar að ríða á vaðið og leysa hnútinn?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun