Hlaupakonan magnaða, Aníta Hinriksdóttir, gerði sér lítið fyrir í dag og náði EM-lágmarkinu í 400 metra hlaupi. Aníta er því búin að ná lágmarkinu í 400 og 800 metra hlaupi.
Lágmarkinu náði hún á meistaramótinu sem fram fer í Laugardalshöll um helgina.
Aníta kom í mark á 54,44 sekúndum en lágmarkið var 54,75 sekúndur.
Aníta er aðeins 17 ára gömul en hefur farið á kostum undanfarið ár og henni standa allir vegir færir á næstu árum.
Hafdís Sigurðardóttir vann sigur í langstökki kvenna með stökki upp á 6,17 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir vann hástökkskeppnina með stökki upp á 1,73 metra sem er persónulegt met.
Óðinn Björn Þorsteinsson vann öruggan sigur í kúluvarpi með kasti upp á 17,78 metra.
Aníta náði EM-lágmarkinu í 400 metra hlaupi

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



