Strengsmenn áfram með Hofsá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. febrúar 2013 11:00 Það er geysifallegt við Hofsá í Vopnafirði. Mynd / Trausti. Samningur Veiðiklúbbsins Strengs og Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár um leigu á Hofsá í Vopnafirði hefur verið endurnýjaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orra Vigfússyni. "Þrátt fyrir niðursveiflu í laxveiði á landinu í fyrra, þá veiddist meira í Hofsá árið 2012 en árið á undan" bendir Orri á. "Einnig er hlutfall af stórlaxi mjög hátt og óvíða er því stórlaxavonin jafn góð og í Hofsá." Áfram segir í tilkynningu Orra að veiðihúsið Árhvammur hafi verið endurnýjað í fyrra. Öll herbergi séu nú með með baði og húsið hið glæsilegasta með gufubaði og öðrum þægindum. "Vegurinn meðfram ánni hefur einnig mikið verið lagfærður og nýr vegur hefur verið lagður inn að efstu veiðisvæðum, þar sem áður þurfti að ganga og erfitt yfirferðar," segir Orri. Þá reifar Orri Strengur sem hafi verið starfræktur í 53 ár. "Innan fyrirtækisins hefur safnast mikil reynsla af leigu á laxveiðréttindum og skipulagningu áa með það að markmiði að efla ímynd þeirra. Þannig hefur með árunum byggst upp sterk ímynd á alþjóða vísu af traustri stjórnun laxveiða með áherslur á verndunarsjónarmið, nýjungar og bætt skipulag við veiðiár," segir Orri. Orri rifja upp að enskir aðalsmenn hafi forðum verið tíðir gestir í Hofsá. Á seinni árum hafi íslenskum veiðimönnum fjölgað, sem og veiðimönnum víðs vegar að úr Evrópu og frá Bandaríkjunum. Þá minnir hann á að sérstakt silungssvæði sé í ánni með miklu af sjóbleikju. Það sé heimilisfólkið í Syðri-Vík sem annist sölu silungsveiðileyfanna. "Líkt og systuráin Selá í Vopnafirði er Hofsá lýsandi dæmi um þann árangur sem hægt er að ná í veiðiám þegar saman fer hófsemi í veiði og góð umgengni," segir Orri Vigfússon að endingu. gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði
Samningur Veiðiklúbbsins Strengs og Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár um leigu á Hofsá í Vopnafirði hefur verið endurnýjaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orra Vigfússyni. "Þrátt fyrir niðursveiflu í laxveiði á landinu í fyrra, þá veiddist meira í Hofsá árið 2012 en árið á undan" bendir Orri á. "Einnig er hlutfall af stórlaxi mjög hátt og óvíða er því stórlaxavonin jafn góð og í Hofsá." Áfram segir í tilkynningu Orra að veiðihúsið Árhvammur hafi verið endurnýjað í fyrra. Öll herbergi séu nú með með baði og húsið hið glæsilegasta með gufubaði og öðrum þægindum. "Vegurinn meðfram ánni hefur einnig mikið verið lagfærður og nýr vegur hefur verið lagður inn að efstu veiðisvæðum, þar sem áður þurfti að ganga og erfitt yfirferðar," segir Orri. Þá reifar Orri Strengur sem hafi verið starfræktur í 53 ár. "Innan fyrirtækisins hefur safnast mikil reynsla af leigu á laxveiðréttindum og skipulagningu áa með það að markmiði að efla ímynd þeirra. Þannig hefur með árunum byggst upp sterk ímynd á alþjóða vísu af traustri stjórnun laxveiða með áherslur á verndunarsjónarmið, nýjungar og bætt skipulag við veiðiár," segir Orri. Orri rifja upp að enskir aðalsmenn hafi forðum verið tíðir gestir í Hofsá. Á seinni árum hafi íslenskum veiðimönnum fjölgað, sem og veiðimönnum víðs vegar að úr Evrópu og frá Bandaríkjunum. Þá minnir hann á að sérstakt silungssvæði sé í ánni með miklu af sjóbleikju. Það sé heimilisfólkið í Syðri-Vík sem annist sölu silungsveiðileyfanna. "Líkt og systuráin Selá í Vopnafirði er Hofsá lýsandi dæmi um þann árangur sem hægt er að ná í veiðiám þegar saman fer hófsemi í veiði og góð umgengni," segir Orri Vigfússon að endingu. gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði