Lífið

Veitir ekki af að senda góða strauma í Alþingishúsið

Ellý Ármanns skrifar
"Ég byrjaði með hana í kjölfarið á hruninu og hugmyndina á bak við hátíðina er að við minnumst þess að við búum í samfélagi, fögnum því að við búum saman en ekki í sundrungafélagi." segir Bergljót Arnalds leikkona. Hún er hugmyndasmiður og stjórnandi Kærleika sem fram fara á sunnudaginn klukkan 17:00.

"Ásta Valdimars hún er hláturjógakennari og hún ætlar að hjálpa okkur að senda góða strauma yfir í Alþingishúsið og brosa svolítið og hlæja þarna á Austurvelli. Ég held það veiti ekki af að senda smá jákvæða strauma fyrir vorið," segir Bergljót meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði með því að smella á linkinn: Horfa á myndskeið með frétt hér að ofan.

Komið verður saman fyrir framan Alþingishúsið þar sem nokkrir þjóðþekktir einstaklingar leggja inn falleg orð. Meðal gesta veður Vilborg Arna pólfari. Þá verður gengin kyndlaganga í kringum Tjörnina en það er lúðrasveitin Svanurinn sem spilar fyrir göngunni. Það verður andlitsmálun Öldu Brynju fyrir börnin og margt margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×