Stelpurnar í Girls mæta í kvöld 6. febrúar 2013 14:15 Önnur þáttaröð af frumlegu gamanþáttaröðinni Girls hefst á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn var valinn besta gamanþáttaröðin á Golden Globe-verðlaunaafhendingunni fyrir skemmstu. Höfundur þáttanna og aðalleikkona, Lena Dunham, var einnig valinn besta leikkonan á hátíðinni. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 skömmu eftir frumsýningu í Bandaríkjunum en þar hófst þáttaröðin í sýningu nú í janúar. Fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti HBO-sjónvarpsstöðin að vinsældirnar væru slíkar að ákveðið hefði verið að framleiða einnig þriðju þáttaröð fyrir næsta vetur. Girls-þættirnir fjalla um vinkvennahóp sem elur manninn í draumaborginni New York og áhorfendur fá að fylgjast með aðstæðum þeirra, samskiptum við hitt kynið, baráttunni við starfsframann og fleira. Skvísurnar eru allar á þrítugsaldri og fyrir hópnum fer Hannah Horvarth sem leikin er af Lenu Dunham. Dunham er jafnframt hugmyndasmiðurinn, handritshöfundur þeirra og framleiðandi. Hún vann einnig til verðlauna fyrir leikstjórn á "pilot"-þættinum fyrir þáttaröðina. "Gossip Girl fjölluðu um unglinga í betri hverfum Mannhattan. Sex and the City fjölluðu um konur sem voru komnar með starfsframann á hreint og vildu fara að leggja drög að fjölskyldumyndun. Það er einn hópur kvenna á milli þessarra aldursskeiða sem á alveg eftir að fjalla um,“ sagði Dunham í viðtali um hugmyndina að baki Girls. Girls er á dagskrá Stöðvar tvö á miðvikudagskvöld klukkan 22:25. Golden Globes Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Önnur þáttaröð af frumlegu gamanþáttaröðinni Girls hefst á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn var valinn besta gamanþáttaröðin á Golden Globe-verðlaunaafhendingunni fyrir skemmstu. Höfundur þáttanna og aðalleikkona, Lena Dunham, var einnig valinn besta leikkonan á hátíðinni. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 skömmu eftir frumsýningu í Bandaríkjunum en þar hófst þáttaröðin í sýningu nú í janúar. Fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti HBO-sjónvarpsstöðin að vinsældirnar væru slíkar að ákveðið hefði verið að framleiða einnig þriðju þáttaröð fyrir næsta vetur. Girls-þættirnir fjalla um vinkvennahóp sem elur manninn í draumaborginni New York og áhorfendur fá að fylgjast með aðstæðum þeirra, samskiptum við hitt kynið, baráttunni við starfsframann og fleira. Skvísurnar eru allar á þrítugsaldri og fyrir hópnum fer Hannah Horvarth sem leikin er af Lenu Dunham. Dunham er jafnframt hugmyndasmiðurinn, handritshöfundur þeirra og framleiðandi. Hún vann einnig til verðlauna fyrir leikstjórn á "pilot"-þættinum fyrir þáttaröðina. "Gossip Girl fjölluðu um unglinga í betri hverfum Mannhattan. Sex and the City fjölluðu um konur sem voru komnar með starfsframann á hreint og vildu fara að leggja drög að fjölskyldumyndun. Það er einn hópur kvenna á milli þessarra aldursskeiða sem á alveg eftir að fjalla um,“ sagði Dunham í viðtali um hugmyndina að baki Girls. Girls er á dagskrá Stöðvar tvö á miðvikudagskvöld klukkan 22:25.
Golden Globes Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira