Bjórinn fyrir Norðan Magnús Halldórsson skrifar 4. febrúar 2013 13:45 Ég hef tvisvar sinnum heimsótt Bruggsmiðjuna á Ársskógssandi þar sem hinar ýmsu Kalda bjórtegundir eru bruggaðar. Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eiga meirihluta í fyrirtækinu, en afgangurinn skiptist á milli fjórtán hluthafa, að mestu fólk sem tengt er þeim fjölskylduböndum. Báðar heimsóknirnar hafa verið einkar ánægjulegar. Í þeirri síðari, sl. laugardag, var búið að breyta aðeins starfsaðstöðunni frá fyrri heimsókn. Það var búið að stækka húsnæðið og bæta starfsaðstöðuna, sem er heimilisleg og snyrtileg. Að baki þessu litla fyrirtæki er skemmtileg dæmisaga um tvennt. Annars vegar glórulitla bankastarfsemi, og hins vegar aðdáunarvert hugrekki fólks sem lét drauma sína rætast með þrautseigju sem helsta vopn. Frá árinu 2006 hefur fyrirtækið starfað. Saga þess er ágætlega rakin hér, á vefsíðu þess. Núna, ríflega sex árum síðar, eru starfsmenn fyrirtækisins tíu talsins, reksturinn hefur gengið vel, þrátt fyrir ótrúlegar hremmingar í ytra umhverfi, svo sem gengishrun á uppbyggingartíma, allsherjarhrun fjármálakerfisins, fjármagnshöft og hækkanir á sköttum og opinberum gjöldum. Fyrirtækið hefur staðið við sitt, engar afskriftir fengið og reksturinn ekki verið endurskipulagður – eins og það er víst kallað núna – eins og hjá stóru keppinautunum Ölgerðinni og Vífilfelli. Vörum fyrirtækisins hefur verið vel tekið, en framleiðslugetan er um 500 þúsund lítrar á ári. Markaðsstarfið er líka skemmtilegt og frumlegt. Að mestu er það fólgið í heimsóknum, en í fyrra heimsóttu 10 þúsund gestir fyrirtækið, kynntust vörum þess og framleiðslu, og starfsfólkinu. Þannig er Bruggsmiðjan orðin nokkuð mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn á Norðurlandi. Þegar hugmyndin fæddist var leitað til bankanna eftir fjármögnun en Glitnir hafnaði því að lána fyrirtækinu, eftir nokkra skoðun. Þau létu það ekki stoppa sig og fengu lánafyrirgreiðslu hjá sparisjóði á endanum.Hjónin Ólafur Þröstur Sigurðsson og Agnes Sigurðardóttir, sjást hér við bruggtækin í Bruggsmiðjunni á Árskógssandi.Mynd/MHÁ sama tíma voru íslensku bankarnir þrír búnir að lána mörg hundruð milljarða króna, samkvæmt samanteknum upplýsingum úr frumgögnum frá þeim sjálfum í skýrslu RNA, inn í eignarhaldsfélög sem höfðu ekkert annað en áhættusamar hlutabréfafjárfestingar sem veð. Stundum meira að segja í bönkunum sjálfum sem lánuðu. Ég vaknaði upp við það í Bruggsmiðjunni hversu sorglegt það er þegar bankar eru jafn fjandsamlegir raunverulegri framtakssemi fólks eins og var í þessu tilviki. Vonandi hafa endurreistu bankarnir lært þá lexíu, að vanda sig við lánveitingar og reyna eftir fremsta megni að styðja við raunhæfar og góðar hugmyndir, sem eru að fæðast, fremur en að fjármagna spákaupsmennsku í stórum stíl. Sem sagt að styðja við nýsköpun og umfangslitla atvinnustarfsemi alveg eins og það rótgróna og umfangsmikla. Þó það sé stundum sagt að það hafi „allt flotið" í peningum fyrir hrunið, þá er það ekki rétt þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn. Aðgengi að peningum var ekki auðvelt fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki fyrir hrunið, þar sem hjartað í hagkerfum þó slær. Frekar var það erfitt, og fjárfestar horfðu til stóru fyrirtækjanna. Þetta er glórulítið, held ég að sé óhætt að segja. Ólafur Þröstur og Agnes tóku það sérstaklega fram í heimsókninni að þau væru ánægð með þá þjónustu sem þau fengju hjá þeirra viðskiptabanka í dag, og allt gengi út á að reyna að standa við sitt, eins og þau væru alin upp við. Í hugum sumra er það fífldirfska að hrinda hugmyndum í framkvæmd, einkum ef þær eru frumlegar. Árskógssandur hefur ekki beint verið frægur fyrir bjórbrugg hingað til og ekki langt síðan að það hafi verið nánast óhugsandi atvinnustarfsemi á svæðinu. En ekki lengur. Ég held að það sé öllum hollt að hætta að hugsa um orðið fífldirfsku og frekar að nota hugtakið hugrekki um svona dæmisögur, þegar allt er veðsett sem hægt er að veðsetja og fyrirtæki stofnuð líkt og þau hjón Ólafur Þröstur og Agnes gerðu. Þannig rætast draumar og allt hagkerfið græðir á endanum, eins og störfin tíu í Bruggsmiðjunni eru til marks um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Ég hef tvisvar sinnum heimsótt Bruggsmiðjuna á Ársskógssandi þar sem hinar ýmsu Kalda bjórtegundir eru bruggaðar. Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eiga meirihluta í fyrirtækinu, en afgangurinn skiptist á milli fjórtán hluthafa, að mestu fólk sem tengt er þeim fjölskylduböndum. Báðar heimsóknirnar hafa verið einkar ánægjulegar. Í þeirri síðari, sl. laugardag, var búið að breyta aðeins starfsaðstöðunni frá fyrri heimsókn. Það var búið að stækka húsnæðið og bæta starfsaðstöðuna, sem er heimilisleg og snyrtileg. Að baki þessu litla fyrirtæki er skemmtileg dæmisaga um tvennt. Annars vegar glórulitla bankastarfsemi, og hins vegar aðdáunarvert hugrekki fólks sem lét drauma sína rætast með þrautseigju sem helsta vopn. Frá árinu 2006 hefur fyrirtækið starfað. Saga þess er ágætlega rakin hér, á vefsíðu þess. Núna, ríflega sex árum síðar, eru starfsmenn fyrirtækisins tíu talsins, reksturinn hefur gengið vel, þrátt fyrir ótrúlegar hremmingar í ytra umhverfi, svo sem gengishrun á uppbyggingartíma, allsherjarhrun fjármálakerfisins, fjármagnshöft og hækkanir á sköttum og opinberum gjöldum. Fyrirtækið hefur staðið við sitt, engar afskriftir fengið og reksturinn ekki verið endurskipulagður – eins og það er víst kallað núna – eins og hjá stóru keppinautunum Ölgerðinni og Vífilfelli. Vörum fyrirtækisins hefur verið vel tekið, en framleiðslugetan er um 500 þúsund lítrar á ári. Markaðsstarfið er líka skemmtilegt og frumlegt. Að mestu er það fólgið í heimsóknum, en í fyrra heimsóttu 10 þúsund gestir fyrirtækið, kynntust vörum þess og framleiðslu, og starfsfólkinu. Þannig er Bruggsmiðjan orðin nokkuð mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn á Norðurlandi. Þegar hugmyndin fæddist var leitað til bankanna eftir fjármögnun en Glitnir hafnaði því að lána fyrirtækinu, eftir nokkra skoðun. Þau létu það ekki stoppa sig og fengu lánafyrirgreiðslu hjá sparisjóði á endanum.Hjónin Ólafur Þröstur Sigurðsson og Agnes Sigurðardóttir, sjást hér við bruggtækin í Bruggsmiðjunni á Árskógssandi.Mynd/MHÁ sama tíma voru íslensku bankarnir þrír búnir að lána mörg hundruð milljarða króna, samkvæmt samanteknum upplýsingum úr frumgögnum frá þeim sjálfum í skýrslu RNA, inn í eignarhaldsfélög sem höfðu ekkert annað en áhættusamar hlutabréfafjárfestingar sem veð. Stundum meira að segja í bönkunum sjálfum sem lánuðu. Ég vaknaði upp við það í Bruggsmiðjunni hversu sorglegt það er þegar bankar eru jafn fjandsamlegir raunverulegri framtakssemi fólks eins og var í þessu tilviki. Vonandi hafa endurreistu bankarnir lært þá lexíu, að vanda sig við lánveitingar og reyna eftir fremsta megni að styðja við raunhæfar og góðar hugmyndir, sem eru að fæðast, fremur en að fjármagna spákaupsmennsku í stórum stíl. Sem sagt að styðja við nýsköpun og umfangslitla atvinnustarfsemi alveg eins og það rótgróna og umfangsmikla. Þó það sé stundum sagt að það hafi „allt flotið" í peningum fyrir hrunið, þá er það ekki rétt þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn. Aðgengi að peningum var ekki auðvelt fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki fyrir hrunið, þar sem hjartað í hagkerfum þó slær. Frekar var það erfitt, og fjárfestar horfðu til stóru fyrirtækjanna. Þetta er glórulítið, held ég að sé óhætt að segja. Ólafur Þröstur og Agnes tóku það sérstaklega fram í heimsókninni að þau væru ánægð með þá þjónustu sem þau fengju hjá þeirra viðskiptabanka í dag, og allt gengi út á að reyna að standa við sitt, eins og þau væru alin upp við. Í hugum sumra er það fífldirfska að hrinda hugmyndum í framkvæmd, einkum ef þær eru frumlegar. Árskógssandur hefur ekki beint verið frægur fyrir bjórbrugg hingað til og ekki langt síðan að það hafi verið nánast óhugsandi atvinnustarfsemi á svæðinu. En ekki lengur. Ég held að það sé öllum hollt að hætta að hugsa um orðið fífldirfsku og frekar að nota hugtakið hugrekki um svona dæmisögur, þegar allt er veðsett sem hægt er að veðsetja og fyrirtæki stofnuð líkt og þau hjón Ólafur Þröstur og Agnes gerðu. Þannig rætast draumar og allt hagkerfið græðir á endanum, eins og störfin tíu í Bruggsmiðjunni eru til marks um.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun