Mickelson fer á kostum í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2013 11:30 Mickelson er í miklum metum hjá áhorfendum í Phoenix. Mynd/AP Phil Mickelson hefur átt frábæra helgi á Phoenix Open PGA-mótinu í golfi sem nú stendur yfir. Hann er með sex högga forystu fyrir lokadaginn. Mickelson náði fimm fuglum á síðustu sex holum sínum í gær og kom í hús á aðeins 64 höggum. Hann hefur spilað fyrstu þrjá hringina á 189 höggum og er aðeins einu höggi frá lægsta skori sem náðst hefur á PGA-móti eftir 54 holur. Hann á því möguleika á að bæta metið á lokahringnum í dag en hann segir að fyrsta mál á dagskrá sé að vinna mótið - sem yrði 41. PGA-titill hans á ferlinum. „Ég ætla fyrst og fremst að reyna að vinna mótið. Ég ætla ekki að hafa of miklar áhyggjur af metum og öðru slíku," sagði Mickelson. Brandt Snedeker átti heldur ekki slæman dag og kom í hús á 65 höggum. Hann er í öðru sæti á átján höggum undir pari. Padraig Harrington er þriðji en hann spilaði best allra í gær, á 63 höggum. Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Phil Mickelson hefur átt frábæra helgi á Phoenix Open PGA-mótinu í golfi sem nú stendur yfir. Hann er með sex högga forystu fyrir lokadaginn. Mickelson náði fimm fuglum á síðustu sex holum sínum í gær og kom í hús á aðeins 64 höggum. Hann hefur spilað fyrstu þrjá hringina á 189 höggum og er aðeins einu höggi frá lægsta skori sem náðst hefur á PGA-móti eftir 54 holur. Hann á því möguleika á að bæta metið á lokahringnum í dag en hann segir að fyrsta mál á dagskrá sé að vinna mótið - sem yrði 41. PGA-titill hans á ferlinum. „Ég ætla fyrst og fremst að reyna að vinna mótið. Ég ætla ekki að hafa of miklar áhyggjur af metum og öðru slíku," sagði Mickelson. Brandt Snedeker átti heldur ekki slæman dag og kom í hús á 65 höggum. Hann er í öðru sæti á átján höggum undir pari. Padraig Harrington er þriðji en hann spilaði best allra í gær, á 63 höggum.
Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira