Fróðleiksmolar um bleikjuna 20. febrúar 2013 01:00 Tvær fallegar bleikjur úr Hrútafjarðará; báðar vel á fjórða pundið. Mynd/Svavar Veiðimenn eru sérfræðingar í því að stytta sér og öðrum stundir fram að þeim tíma að mögulegt er að halda til veiða. Vetrarstarf stangveiðifélaganna er þar mikilvægur hlekkur og verður mörgum veiðimanninum einfaldlega til lífs á meðan beðið er. Norðan heiða héldu Stangveiðifélög Akureyrar (SVAK), Flúða og Flugunnar eitt slíkt á mánudagskvöldið þegar Erlendur Steinar Friðriksson, fyrrverandi formaður SVAK, hélt fyrirlestur um bleikjuna, þennan dyntótta en ástsæla fisk sem allir veiðimenn njóta að eltast við. Erlendur er með meiru öflugur veiðibloggari og Veiðivísir vill eindregið benda áhugamönnum að fylgjast grannt með hugleiðingum hans um stangveiði og skyld efni hér. Í erindi sínu á mánudag fjallaði Erlendur um hvað er að gerast hjá bleikjustofnum landsins; farið var meðal annars yfir helstu mögulegu þætti þess hvers vegna minnkandi bleikjuveiði er staðreynd í mörgum góðum bleikjuám. Að loknu erindinu deildi Erlendur skýringarmyndum sínum á bloggsíðu sinni og er þar margt mjög áhugavert að finna, og það þó skýringar hans fylgi ekki í smáatriðum. Hægt er að nálgast skýringarmyndir fyrirlestursins hér. Má með sanni segja að samantektin er fróðleg, bæði hvað varðar lífshætti bleikjunnar og veiði liðinna ára sem og hvers má vænta í framhaldinu. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Fín veiði í Úlfljótsvatni Veiði
Veiðimenn eru sérfræðingar í því að stytta sér og öðrum stundir fram að þeim tíma að mögulegt er að halda til veiða. Vetrarstarf stangveiðifélaganna er þar mikilvægur hlekkur og verður mörgum veiðimanninum einfaldlega til lífs á meðan beðið er. Norðan heiða héldu Stangveiðifélög Akureyrar (SVAK), Flúða og Flugunnar eitt slíkt á mánudagskvöldið þegar Erlendur Steinar Friðriksson, fyrrverandi formaður SVAK, hélt fyrirlestur um bleikjuna, þennan dyntótta en ástsæla fisk sem allir veiðimenn njóta að eltast við. Erlendur er með meiru öflugur veiðibloggari og Veiðivísir vill eindregið benda áhugamönnum að fylgjast grannt með hugleiðingum hans um stangveiði og skyld efni hér. Í erindi sínu á mánudag fjallaði Erlendur um hvað er að gerast hjá bleikjustofnum landsins; farið var meðal annars yfir helstu mögulegu þætti þess hvers vegna minnkandi bleikjuveiði er staðreynd í mörgum góðum bleikjuám. Að loknu erindinu deildi Erlendur skýringarmyndum sínum á bloggsíðu sinni og er þar margt mjög áhugavert að finna, og það þó skýringar hans fylgi ekki í smáatriðum. Hægt er að nálgast skýringarmyndir fyrirlestursins hér. Má með sanni segja að samantektin er fróðleg, bæði hvað varðar lífshætti bleikjunnar og veiði liðinna ára sem og hvers má vænta í framhaldinu. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Fín veiði í Úlfljótsvatni Veiði