Lífið

Flott fólk kom saman

Ellý Ármanns skrifar
Ari Eldjárn og landslið tónlistarmanna stigu á stokk hjá Nýherja þegar nýtt hljóðkerfi frá L-Acoustics var kynnt í Háskólabíói í gærkvöldi. Ari Eldjárn fór á kostum sem fyrr og kitlaði hláturtaugarnar. Hljómsveit hússins með Vigni Snæ og rokkgoðið Magna Ásgeirsson í fararbroddi framkallaði dásamlega hljóma. Þá blúsaði Kristjana Stefánsdóttir við frábærar undirtektir gesta. Meðal þeirra sem litu við voru Regína Ósk, Atli tískulögga, Peter Owen, sölustjóri L-Acoustics í Evrópu, Sandra og Sella frá Practical og Haffi Tempo.



L-Acoustics ættu margir að kannast við, en hljóðkerfið var meðal annars notað á Wembley leikvanginum á Ólympíuleikunum 2012 í London.

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá fleiri myndir úr hljóðveislu Nýherja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×