Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Kristján Hjálmarsson skrifar 15. febrúar 2013 15:54 „Við byrjuðum með þennan vef í kringum 2005 en þá var þetta bloggsíða. Í júní í fyrra ákváðum við að gera nýjan vef og byrjuðum þá um leið að gera litla sjónvarpsþætti. Nú erum við búnir að gera tólf þætti og þeir hafa fengið mjög góðar viðtökur. Traffíkin á vefinn hefur aukist mikið síðan," segir Egill Gomez sem heldur úti Sportveiðivefnum ásamt Bergþóri Helga Bergþórssyni. Að sögn Egils reyna þeir félagar að sinna öllu sem við kemur veiði á Sportveiði TV. „Við erum búnir að fara víða. Í sjónvarpsþáttunum höfum við meðal annars fylgt eftir hundaveiðiprófi, við fengum Jóa byssusmið til að kenna okkur að búa til hníf og fylgdum Guðbrandi Einarssyni leiðsögumanni í Ytri-Rangá. Nú síðast heimsóttum veiðileyfahafa í Lax-á, SVFR og Strengi." Sportveiðivefurinn er fyrst og fremst áhugamál þeirra félaga en þeir hafa selt auglýsingar bæði á vefinn og í sjónvarpsþættina til að fjármagna þá. Egill segir að af nógu verði að taka í sumar. „Við fengið mörg boð og ætli við reynum ekki að fara víða." Að sögn Egils eru þeir Bergþór Helgi mjög miklir veiðimenn og byrjuðu að veiða í Elliðavatni sem pjakkar. „Þórir Nielsen kenndi okkur meðal annars að hnýta flugur. En svo stundum við bæði skotveiði og stangveiði," segir Egill. „ Uppáhaldið mitt er Vatnsdalsá og svo fer ég mikið í Ytri-Rangá. Svo förum við í silung í Skorradalsvatni en þar höfum við verið að fá sjö til átta punda fiska. Ætli það fari ekki meiri tími í stangveiðina en við förum líka á gæs og rjúpu og Beggi fer á hreindýr." Sportveiði TV má finna á Sportveiðivefnum sem og á Youtube. Hér að ofan má svo sjá einn þátt. Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði
„Við byrjuðum með þennan vef í kringum 2005 en þá var þetta bloggsíða. Í júní í fyrra ákváðum við að gera nýjan vef og byrjuðum þá um leið að gera litla sjónvarpsþætti. Nú erum við búnir að gera tólf þætti og þeir hafa fengið mjög góðar viðtökur. Traffíkin á vefinn hefur aukist mikið síðan," segir Egill Gomez sem heldur úti Sportveiðivefnum ásamt Bergþóri Helga Bergþórssyni. Að sögn Egils reyna þeir félagar að sinna öllu sem við kemur veiði á Sportveiði TV. „Við erum búnir að fara víða. Í sjónvarpsþáttunum höfum við meðal annars fylgt eftir hundaveiðiprófi, við fengum Jóa byssusmið til að kenna okkur að búa til hníf og fylgdum Guðbrandi Einarssyni leiðsögumanni í Ytri-Rangá. Nú síðast heimsóttum veiðileyfahafa í Lax-á, SVFR og Strengi." Sportveiðivefurinn er fyrst og fremst áhugamál þeirra félaga en þeir hafa selt auglýsingar bæði á vefinn og í sjónvarpsþættina til að fjármagna þá. Egill segir að af nógu verði að taka í sumar. „Við fengið mörg boð og ætli við reynum ekki að fara víða." Að sögn Egils eru þeir Bergþór Helgi mjög miklir veiðimenn og byrjuðu að veiða í Elliðavatni sem pjakkar. „Þórir Nielsen kenndi okkur meðal annars að hnýta flugur. En svo stundum við bæði skotveiði og stangveiði," segir Egill. „ Uppáhaldið mitt er Vatnsdalsá og svo fer ég mikið í Ytri-Rangá. Svo förum við í silung í Skorradalsvatni en þar höfum við verið að fá sjö til átta punda fiska. Ætli það fari ekki meiri tími í stangveiðina en við förum líka á gæs og rjúpu og Beggi fer á hreindýr." Sportveiði TV má finna á Sportveiðivefnum sem og á Youtube. Hér að ofan má svo sjá einn þátt.
Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði