Tiger sendi einkaflugvélina eftir Lindsey Vonn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2013 23:30 Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty Heitasta sportparið í Bandaríkjunum í dag er örugglega kylfingurinn Tiger Woods og skíðakonan Lindsey Vonn. Bandarískir og evrópskir slúðurmiðlar hafa verið að skrifa um samband þeirra að undanförnu og enn meira eftir að Woods gerði Vonn mikinn greiða um helgina. Lindsey Vonn meiddist illa á hné í síðustu viku í Heimsmeistarakeppninni í alpagreinum og verður ekkert meira með á þessu ári. Keppnin fór fram í Austurríki en Vonn er nú komin heim til Bandaríkjanna þökk sé rausnarlegu framtaki Woods. Tiger Woods sendi nefnilega einkaflugvélina eftir vinkonu sinni Lindsey Vonn. Fulltrúar þeirra beggja aðila hafa ekki viljað tjá sig um sambandið og tala aðeins um þau sem góða vini. Það er þó ljóst að þau Tiger og Lindsey hafa eytt meiri og meiri tíma saman að undanförnu. Flugferð Vonn í boði Woods er síðan eins og olía á eldinn í umfjöllun fjölmiðla um meint samband en Lindsey Vonn gekk einmitt frá skilnaði sínum í janúar. Það var mikill fjölmiðlamatur þegar Tiger Woods og Elin Nordegren skildu og upp komst um mikið framhjáhald kylfingsins. Tiger Woods er 37 ára en Lindsey Vonn er 28 ára. Þau eru bæði í hópi þeirra allra bestu í sínum íþróttagreinum í sögunni og hafa unnið stærstu mótin í sínu sporti mörgum sinnum. Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Heitasta sportparið í Bandaríkjunum í dag er örugglega kylfingurinn Tiger Woods og skíðakonan Lindsey Vonn. Bandarískir og evrópskir slúðurmiðlar hafa verið að skrifa um samband þeirra að undanförnu og enn meira eftir að Woods gerði Vonn mikinn greiða um helgina. Lindsey Vonn meiddist illa á hné í síðustu viku í Heimsmeistarakeppninni í alpagreinum og verður ekkert meira með á þessu ári. Keppnin fór fram í Austurríki en Vonn er nú komin heim til Bandaríkjanna þökk sé rausnarlegu framtaki Woods. Tiger Woods sendi nefnilega einkaflugvélina eftir vinkonu sinni Lindsey Vonn. Fulltrúar þeirra beggja aðila hafa ekki viljað tjá sig um sambandið og tala aðeins um þau sem góða vini. Það er þó ljóst að þau Tiger og Lindsey hafa eytt meiri og meiri tíma saman að undanförnu. Flugferð Vonn í boði Woods er síðan eins og olía á eldinn í umfjöllun fjölmiðla um meint samband en Lindsey Vonn gekk einmitt frá skilnaði sínum í janúar. Það var mikill fjölmiðlamatur þegar Tiger Woods og Elin Nordegren skildu og upp komst um mikið framhjáhald kylfingsins. Tiger Woods er 37 ára en Lindsey Vonn er 28 ára. Þau eru bæði í hópi þeirra allra bestu í sínum íþróttagreinum í sögunni og hafa unnið stærstu mótin í sínu sporti mörgum sinnum.
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira