Menning

Chris Cooper leikur „Græna púkann“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Græni púkinn er einn af höfuðandstæðingum Köngulóarmannsins.
Græni púkinn er einn af höfuðandstæðingum Köngulóarmannsins. Samsett mynd/Getty
Óskarsverðlaunahafinn Chris Cooper hefur samþykkt að fara með hlutverk „Græna púkans“ (The Green Goblin) í kvikmyndinni The Amazing Spider-Man 2, sem fyrirhugað er að komi út á næsta ári.

Cooper, sem fékk Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki árið 2002 fyrir myndina Adaptation, fetar í fótspor Willem Dafoe, en hann fór með hlutverk púkans Spider-Man myndum leikstjórans Sam Raimi fyrir um áratug.

Púkinn er einn af þekktustu óvinum Köngulóarmannsins, en hann er einnig þekktur sem auðjöfurinn Norman Osborn.

Eins og í fyrri myndinni í þessari nýju Spider-man seríu, er það Andrew Garfield sem leikur Lóa og Emma Stone sem leikur kærustu hans, Gwen Stacy. Einnig fara þeir Jamie Foxx og Paul Giamatti með hlutverk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×