Innlent

Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki minna í áraraðir - Framsókn bætir við sig

Samkvæmt nýjustu fylgiskönnun MMR sem framkvæmd var á á tímabilinu 19. til 21. febrúar mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 28,5%. Þetta er minnsta fylgi Sjálfstæðisflokksins sem mælst hefur frá því fyrir síðustu Alþingiskosningar. Flokkurinn er þó enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni, sem var framkvæmd fyrir landsfund flokksins síðustu helgi.

Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og stendur það nú í 23,8%. Fylgi Samfylkingar heldur áfram að dragast saman og mælist nú 12,8%. Stuðningur við Bjarta framtíð dalar úr 17,8% í 15,3%. Önnur framboð ýmist standa í stað eða bæta heldur við sig. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 26,7%.

Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: "Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?".

Þeir sem svöruðu "Veit ekki/óákveðin(n)" við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar 2: "En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?".

Ef aftur var svarað "Veit ekki/óákveðin(n)" þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: "Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?".

Fjölda þeirra sem svaraði "einhvern hinna" í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Samtals voru 78,5% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (7,8%), myndu skila auðu (6,1%), myndu ekki kjósa (2,4%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (5,1%).

Hér má nálgast könnunina.

Mynd/mmr.is
Mynd/mmr.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×