Menning

Ekki með næst

Mendes fékk Óskarsverðlaun árið 1999 fyrir kvikmyndina Amercan Beauty.
Mendes fékk Óskarsverðlaun árið 1999 fyrir kvikmyndina Amercan Beauty. Mynd/Getty
Enski leikstjórinn Sam Mendes er búinn að ákveða sig, og segist ekki ætla að leikstýra næstu kvikmynd um James Bond. Tímaritið Empire greinir frá.

Síðasta mynd um þennan sívinsæla spæjara, Skyfall, sló í gegn bæði hjá gagnrýnendum og almenningi, en Mendes sat í leikstjórastólnum.

Segist Mendes ætla að einbeita sér að leikhúsinu á næstunni, en útilokar þó ekki að endurtaka leikinn með James Bond síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.