Alonso: Nýi bíllinn 200 sinnum betri Birgir Þór Harðarson skrifar 2. mars 2013 00:01 Alonso er ánægður með stöðu Ferrari-liðsins fyrir tímabilið. vísir/ap Fernando Alonso er ánægður með nýja keppnisbíl Ferrari-liðsins í Formúlu 1 og segir hann vera um það bil 200 sinnum betri nú á æfingatímabilinu heldur en bíll síðasta árs. Alonso varð annar í heimsmeistarabaráttunni í fyrra á eftir Sebastian Vettel. Heimsmeistarinn frá árunum 2005 og 2006 er því sigurviss fyrir fyrsta mót ársins eftir rétta 16 daga. "Markmiðið var að minnka bilið milli okkar og keppinautana sem var í Brasilíu. Bilið var þá sjö eða átta tíunduhlutar úr sekúntu og ég vona að okkur hafi tekist að minnka það bil. Við munum því mæta til Ástralíu í betra formi en í Brasilíu, sem þýðir einfaldlega 200 sinnum betri en í fyrra." Hann telur jafnframt enga ástæðu til að ætla að hann geti ekki barist um titilinn í ár. "Ég sé enga ástæðu afhverju ekki…" sagði Alonso. "Í fyrra áttum við erfiðan vetur og vorum algerlega ráðvilltir. Við vissum ekkert hvað bíllinn var að gera. Með þeim bíl héldum við lífi í titilbaráttunni þar til í síðustu keppninni í Brasilíu." "Við erum kannski ekki fljótastir ennþá en við höfum góðan grunn til að byggja á." Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso er ánægður með nýja keppnisbíl Ferrari-liðsins í Formúlu 1 og segir hann vera um það bil 200 sinnum betri nú á æfingatímabilinu heldur en bíll síðasta árs. Alonso varð annar í heimsmeistarabaráttunni í fyrra á eftir Sebastian Vettel. Heimsmeistarinn frá árunum 2005 og 2006 er því sigurviss fyrir fyrsta mót ársins eftir rétta 16 daga. "Markmiðið var að minnka bilið milli okkar og keppinautana sem var í Brasilíu. Bilið var þá sjö eða átta tíunduhlutar úr sekúntu og ég vona að okkur hafi tekist að minnka það bil. Við munum því mæta til Ástralíu í betra formi en í Brasilíu, sem þýðir einfaldlega 200 sinnum betri en í fyrra." Hann telur jafnframt enga ástæðu til að ætla að hann geti ekki barist um titilinn í ár. "Ég sé enga ástæðu afhverju ekki…" sagði Alonso. "Í fyrra áttum við erfiðan vetur og vorum algerlega ráðvilltir. Við vissum ekkert hvað bíllinn var að gera. Með þeim bíl héldum við lífi í titilbaráttunni þar til í síðustu keppninni í Brasilíu." "Við erum kannski ekki fljótastir ennþá en við höfum góðan grunn til að byggja á."
Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira