Formúla 1

Vettel á ráspól í fyrsta móti ársins

Birgir Þór Harðarson skrifar
Vettel verður á ráspól á eftir.
Vettel verður á ráspól á eftir. nordicphotos/Afp
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði sínum 37. ráspól í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn sem lauk rétt í þessu. Tímatökunum hafði verið frestað vegna aðstæna á brautinni í gærmorgun.

Brautin þornaði hratt í síðustu tveimur lotum tímatökunnar og snerist kapphlaupið um að vera síðastur yfir línuna í þriðju og síðustu lotunni. Vettel var hins vegar lang fljótastur og þrátt fyrir tilraunir keppinauta hans hélt hann tæpla hálfrar sekúnda forskoti.

Jenson Button á McLaren var fyrstur til að fara út á sléttu dekkjunum í síðustu lotunni, það varð honum á endanum að falli og ræsir hann tíundi í kappakstrinum í fyrramálið.

Mark Webber, liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, verður annar á ráslínunni á heimavelli. Lewis Hamilton þriðji en honum tókst að skáka liðsfélaga sínum sem hafði verið fljótastur í bleytunni. Liðsfélaginn, Nico Rosberg, ræsir sjötti.

Felipe Massa var á undan liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso og ræsa þeir í fjórða og fimmta sæti. Kimi Raikkönen verður sjöundi og liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, áttundi.

Kappaksturinn hefst klukkan sex í fyrramálið og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Nr.ÖkuþórLiðTími
1Sebastian VettelRed Bull01:27.4
2Mark WebberRed Bull01:27.8
3Lewis HamiltonMercedes01:28.1
4Felipe MassaFerrari01:28.5
5Fernando AlonsoFerrari01:28.5
6Nico RosbergMercedes01:28.5
7Kimi RäikkönenLotus01:28.7
8Romain GrosjeanLotus01:29.0
9Paul di RestaForce India01:29.3
10Jenson ButtonMcLaren01:30.4
    
11Nico HülkenbergSauber01:38.1
12Adrian SutilForce India01:38.1
13Jean-Eric VergneToro Rosso01:38.8
14Daniel RicciardoToro Rosso01:39.0
15Sergio PerezMcLaren01:39.9
16Valtteri BottasWilliams01:40.3



Fleiri fréttir

Sjá meira


×