Ber þungar sakir á embætti sérstaks saksóknara Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. mars 2013 18:30 Embætti sérstaks saksóknara þverbrýtur reglur um meðferð sakamála, segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Hann segir að það hafi verið mistök að stofna embættið og stjórnvöld hefðu frekar átt að láta Ríkissaksóknara um meðferð mála sem tengdust bankahruninu. Fyrir tæpum tveimur vikum ákærði sérstakur saksóknari Sigurð og átta aðra fyrrverandi starfsmenn Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun og umboðsvik sem framin voru á árunum fyrir hrun Kaupþings. Áður hafði Sigurður ásamt helstu stjórnendum Kaupþings verið ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu al-Thani máli. Sigurður segir að svo virðist vera sem embætti sérstaks saksóknara líti á það sem mælikvarða fyrir árangur sinn að finna aðila sem eru sekir um eitthvað sem á að hafa gerst fyrir bankahrun. Embættið svífist einskis í því og brjóti lög og reglur sem snúi að rannsókn svona mála. Hann ber þungar sakir á embættið. „Þetta embætti hlerar samtöl sakborninga við lögmenn og eyðir ekki einu sinni þeim gögnum eftir hlustun. Embættið hefur notað skjal um einn mann í héraðsdómi til að fá handtökuheimild fyri annan mann. Embættið hefur skrökvað að alþjóðalögreglunni, Interpol, það er látið henni í té rangar upplýsingar til að fá undirritaðan settan á einhverskonar glæpamannalista úti í heimi. Embættið notar skýrslu rannsakenda sem ákæruskjal og hann er sjálfur yfirmaður rannsakendanna, en rannsakendur eiga að kanna bæði sekt og sýknu. Þetta embætti afhendir ekki verjendum öll gögn og ekki innan tímaramma laganna. Þetta embætti leggur fram viðbótargögn eftir að ákæra hefur verið lögð fram og starfsmenn þessa embættis leggjast svo lágt að selja upplýsingar til þriðja aðila og komast upp með það. Samanber þetta mál Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar," segir Sigurður Einarsson. Hann vill ekki greina nánar frá því í hvaða tilfellum samtöl verjenda og sakborninga hafi verið brotin. Aðspurður segist hann telja að þessi hegðun starfsmanna embættisins sé bæði til komin vegna þrýstings frá samfélaginu og pólitískum þrýstingi. Þá hefði verið eðlilegra að láta Ríkissaksóknara sjá um meðferð efnahagsbrotamála í stað þess að stofna embætti sérstaks saksóknara. „Ég held að í baksýnisspeglinum sé ekki nokkur vafi á því að þetta embætti séu mikil mistök," segir hann. Betur hefði verið hugað að þeim lögum og reglum sem gilda um rannsókn sakamál ef ríkissaksóknari hefði séð um meðferð þeirra. „Ég leyfi mér að efast um að farið hefði verið svo illa með þær reglur og lög sem gilda um rannsókn svona mála. Ég tel að hugað hefði verið raunverulega að því hvort um nokkur afbrot sé að ræða," segir Sigurður. Viðskiptin við al-Thani eru Sigurði hugleikin en hann er þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin í þeim viðskiptum. „Það er ekki nokkrum heilvita manni sem dettur í hug að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Ég tala nú ekki um eftir að skilanefnd Kaupþings samdi við Sheik Hammad bin Kalifa al Thani um uppgjör viðskiptanna þar sem hann greiðir þeim stórfé. Það er ekki nokkur leið að telja að þarna sé um sýndarviðskipti að ræða, ekki einu sinni fyrir sérstakan saksóknara. Samt heldur hann því máli til streitu," segir hann. Þá sé farið út í að gefa nýja ákæru um óskyld mál. Sigurður furðar sig á því að al-Thani málið hafi ekki verið sameinað nýju ákærunni og með því séu reglur um málsmeðferð einnig brotnar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara þverbrýtur reglur um meðferð sakamála, segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Hann segir að það hafi verið mistök að stofna embættið og stjórnvöld hefðu frekar átt að láta Ríkissaksóknara um meðferð mála sem tengdust bankahruninu. Fyrir tæpum tveimur vikum ákærði sérstakur saksóknari Sigurð og átta aðra fyrrverandi starfsmenn Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun og umboðsvik sem framin voru á árunum fyrir hrun Kaupþings. Áður hafði Sigurður ásamt helstu stjórnendum Kaupþings verið ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu al-Thani máli. Sigurður segir að svo virðist vera sem embætti sérstaks saksóknara líti á það sem mælikvarða fyrir árangur sinn að finna aðila sem eru sekir um eitthvað sem á að hafa gerst fyrir bankahrun. Embættið svífist einskis í því og brjóti lög og reglur sem snúi að rannsókn svona mála. Hann ber þungar sakir á embættið. „Þetta embætti hlerar samtöl sakborninga við lögmenn og eyðir ekki einu sinni þeim gögnum eftir hlustun. Embættið hefur notað skjal um einn mann í héraðsdómi til að fá handtökuheimild fyri annan mann. Embættið hefur skrökvað að alþjóðalögreglunni, Interpol, það er látið henni í té rangar upplýsingar til að fá undirritaðan settan á einhverskonar glæpamannalista úti í heimi. Embættið notar skýrslu rannsakenda sem ákæruskjal og hann er sjálfur yfirmaður rannsakendanna, en rannsakendur eiga að kanna bæði sekt og sýknu. Þetta embætti afhendir ekki verjendum öll gögn og ekki innan tímaramma laganna. Þetta embætti leggur fram viðbótargögn eftir að ákæra hefur verið lögð fram og starfsmenn þessa embættis leggjast svo lágt að selja upplýsingar til þriðja aðila og komast upp með það. Samanber þetta mál Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar," segir Sigurður Einarsson. Hann vill ekki greina nánar frá því í hvaða tilfellum samtöl verjenda og sakborninga hafi verið brotin. Aðspurður segist hann telja að þessi hegðun starfsmanna embættisins sé bæði til komin vegna þrýstings frá samfélaginu og pólitískum þrýstingi. Þá hefði verið eðlilegra að láta Ríkissaksóknara sjá um meðferð efnahagsbrotamála í stað þess að stofna embætti sérstaks saksóknara. „Ég held að í baksýnisspeglinum sé ekki nokkur vafi á því að þetta embætti séu mikil mistök," segir hann. Betur hefði verið hugað að þeim lögum og reglum sem gilda um rannsókn sakamál ef ríkissaksóknari hefði séð um meðferð þeirra. „Ég leyfi mér að efast um að farið hefði verið svo illa með þær reglur og lög sem gilda um rannsókn svona mála. Ég tel að hugað hefði verið raunverulega að því hvort um nokkur afbrot sé að ræða," segir Sigurður. Viðskiptin við al-Thani eru Sigurði hugleikin en hann er þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin í þeim viðskiptum. „Það er ekki nokkrum heilvita manni sem dettur í hug að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Ég tala nú ekki um eftir að skilanefnd Kaupþings samdi við Sheik Hammad bin Kalifa al Thani um uppgjör viðskiptanna þar sem hann greiðir þeim stórfé. Það er ekki nokkur leið að telja að þarna sé um sýndarviðskipti að ræða, ekki einu sinni fyrir sérstakan saksóknara. Samt heldur hann því máli til streitu," segir hann. Þá sé farið út í að gefa nýja ákæru um óskyld mál. Sigurður furðar sig á því að al-Thani málið hafi ekki verið sameinað nýju ákærunni og með því séu reglur um málsmeðferð einnig brotnar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira