Tiger aftur í efsta sæti heimslistans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2013 20:04 Tiger og Arnold Palmer slá á létta strengi. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods fagnaði sigri á Bay Hill PGA-mótinu í golfi í dag og endurheimti þar með toppsæti heimslistans í golfi eftir þriggja ára bið. Frægt er þegar að Tiger féll af stalli sínum með látum eftir að upp komst um ítrekað framhjáhald hans og ótryggð við þáverandi eiginkonu sína, Elin Nordegren. Það tók Tiger langan tíma að komast aftur á beinu brautina en meiðsli settu einnig strik í reikninginn. Tiger og skíðakonan Lindsay Vonn tilkynntu fyrir viku síðan að þau væru kærustupar og nú er hann aftur orðinn besti kylfingur heims. Honum líður greinilega vel á boðsmóti Arnold Palmer sem lauk á Bay Hill-vellinum í dag. Þetta var hans áttundi sigur á mótinu frá upphafi og 48. sigur hans á PGA-mótaröðinni. „Þetta er afleiðing mikillar vinnu og þolinmæði," sagði Woods eftir sigurinn í dag. Lokahringnum var frestað í gær vegna veðurs en Tiger hélt ró sinni í dag og hélt minnst tveggja högga forystu allt til loka. Hann spilaði á 70 höggum í dag og sigraði með tveggja högga forystu á Englendinginn Justin Rose. Tiger féll niður í 58. sæti heimslistans á sínum tíma en hefur síðan á Bay Hill-mótinu í fyrra unnið alls sex PGA-mót. Næsta mót er Masters-mótið og þar á Tiger möguleika á að binda enda á fimm ára bið eftir sigri á stórmóti. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods fagnaði sigri á Bay Hill PGA-mótinu í golfi í dag og endurheimti þar með toppsæti heimslistans í golfi eftir þriggja ára bið. Frægt er þegar að Tiger féll af stalli sínum með látum eftir að upp komst um ítrekað framhjáhald hans og ótryggð við þáverandi eiginkonu sína, Elin Nordegren. Það tók Tiger langan tíma að komast aftur á beinu brautina en meiðsli settu einnig strik í reikninginn. Tiger og skíðakonan Lindsay Vonn tilkynntu fyrir viku síðan að þau væru kærustupar og nú er hann aftur orðinn besti kylfingur heims. Honum líður greinilega vel á boðsmóti Arnold Palmer sem lauk á Bay Hill-vellinum í dag. Þetta var hans áttundi sigur á mótinu frá upphafi og 48. sigur hans á PGA-mótaröðinni. „Þetta er afleiðing mikillar vinnu og þolinmæði," sagði Woods eftir sigurinn í dag. Lokahringnum var frestað í gær vegna veðurs en Tiger hélt ró sinni í dag og hélt minnst tveggja högga forystu allt til loka. Hann spilaði á 70 höggum í dag og sigraði með tveggja högga forystu á Englendinginn Justin Rose. Tiger féll niður í 58. sæti heimslistans á sínum tíma en hefur síðan á Bay Hill-mótinu í fyrra unnið alls sex PGA-mót. Næsta mót er Masters-mótið og þar á Tiger möguleika á að binda enda á fimm ára bið eftir sigri á stórmóti.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira