Tíska og hönnun

Chloë klæðist Chloé

Tískuhúsið Chloé hélt upp á þann áfanga að hafa selt vörur sínar í Barney's New York versluninni í heil sextíu ár á dögunum. Leikonan og tískumógúllinn Chloë Sevigny, sem var andlit tískuhússins árið 2008, mætti á viðburðinn í dásamlegum vintage kjól úr smiðju Chloé. Kjóllinn var hannaður af Karl Lagerfeld sjálfum á níunda áratugnum, en á þeim tíma starfaði hann fyrir tískuhúsið.

Chloë í vintage Chloé.
Chloë segist hafa átt kjólinn í fataskápnum síðan hún var unglingur. ,,Ég fékk ilmvatn frá Chloé í afmælisgjöf þegar ég var lítil og byrjaði í kjölfarið að safna vintage kjólum frá þeim. Þetta er svo fallegt merki, hönnunin er stelpuleg og þau eru ekki hrædd við að vera kvenleg."

Auglýsingaherferðin sem Chloë sat fyrir í árið 2008.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.