Vettel fyrstur og Webber annar í sigri Red Bull Birgir Þór Harðarson skrifar 24. mars 2013 09:58 Vettel vann í Malasíu eftir að hafa hundsað liðskipanir um að halda öðru sætinu á eftir liðsfélaga sínum. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann malasíska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans, Mark Webber, varð annar eftir að hafa leitt kappaksturinn mestan hluta mótsins. Webber var langt frá því að vera ánægður með liðið sitt eftir mótið og barði í borð þegar hann svaraði Vettel á meðan þeir biðu þess að komast út á verðlaunapallinn. Webber fannst hann hafa frekar átt að vinna. Hann hefur jafnvel heyrt þegar Vettel bað liðið um að segja Webber að færa sig því hann væri ekki nógu fljótur. Það voru því ekki allt of brosmild andlit á verðlaunapallinum. Sérfræðingar Sky Sports og Autosport telja að Red Bull hafi beitt liðskipunum sem Vettel hefur hunsað. Í það minnsta sagði Webber "Multi 21" sem eru leyniskilaboð til bílstjóranna um að þeir eigi að halda sínum stöðum. Lewis Hamilton varð þriðji, rétt á undan liðsfélaga sínum, Nico Rosberg, sem vildi ólmur komast fram úr en var bannað það af Ross Brawn liðstjóra. Hamilton gat ekki sótt á Red Bull-mennina því hann þurfti að spara eldsneytið um borð. Fernando Alonso flaug út af brautinni þegar aðeins einn hringur var búinn af kappakstrinum. Hann eyðilagði framvænginn í þriðju beygju eftir ræsingu þegar hann ók örlítið aftan í bíl Vettels. Alonso lauk ekki mótinu eins og báðir Force India-bílarnir, Jenson Button á McLaren. Vettel er kominn í forystu í stigamótinu því Kimi Raikkönen átti í basli með bílinn og lauk mótinu í sjöunda sæti. Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann malasíska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans, Mark Webber, varð annar eftir að hafa leitt kappaksturinn mestan hluta mótsins. Webber var langt frá því að vera ánægður með liðið sitt eftir mótið og barði í borð þegar hann svaraði Vettel á meðan þeir biðu þess að komast út á verðlaunapallinn. Webber fannst hann hafa frekar átt að vinna. Hann hefur jafnvel heyrt þegar Vettel bað liðið um að segja Webber að færa sig því hann væri ekki nógu fljótur. Það voru því ekki allt of brosmild andlit á verðlaunapallinum. Sérfræðingar Sky Sports og Autosport telja að Red Bull hafi beitt liðskipunum sem Vettel hefur hunsað. Í það minnsta sagði Webber "Multi 21" sem eru leyniskilaboð til bílstjóranna um að þeir eigi að halda sínum stöðum. Lewis Hamilton varð þriðji, rétt á undan liðsfélaga sínum, Nico Rosberg, sem vildi ólmur komast fram úr en var bannað það af Ross Brawn liðstjóra. Hamilton gat ekki sótt á Red Bull-mennina því hann þurfti að spara eldsneytið um borð. Fernando Alonso flaug út af brautinni þegar aðeins einn hringur var búinn af kappakstrinum. Hann eyðilagði framvænginn í þriðju beygju eftir ræsingu þegar hann ók örlítið aftan í bíl Vettels. Alonso lauk ekki mótinu eins og báðir Force India-bílarnir, Jenson Button á McLaren. Vettel er kominn í forystu í stigamótinu því Kimi Raikkönen átti í basli með bílinn og lauk mótinu í sjöunda sæti.
Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira