Hítará uppseld! 21. mars 2013 07:00 Mynd/Svavar Veiðileyfasala hefur gengið vel í Hítará á Mýrum fyrir komandi sumar. Nú er svo komið að allar stangir sumarsins eru seldar, segir í frétt á vef SVFR. "Líklegt þykir að afnám fæðisskyldu í veiðihúsinu Lundi hafi haft nokkuð að segja um eftirspurnina, en mikil ánægja er með þá breytingu að veiðimenn eldi sjálfir utan besta veiðitímans," segir í fréttinni. Aðrar skýringar sem nefndar eru í fréttinni er að veiðisvæði árinnar stækkaði til muna þegar að veiðisvæðið fyrir ofan Kattarfoss bættist við aðalsvæði árinnar, en nú nær það alla leið upp að Hítarvatni. SVFR minnir á að þó uppselt sé í Hítará þá má enn nálgast veiðileyfi í hliðaránum Tálma og Grjótá, en þar fer veiðidögum þó fækkandi. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Veiðileyfasala hefur gengið vel í Hítará á Mýrum fyrir komandi sumar. Nú er svo komið að allar stangir sumarsins eru seldar, segir í frétt á vef SVFR. "Líklegt þykir að afnám fæðisskyldu í veiðihúsinu Lundi hafi haft nokkuð að segja um eftirspurnina, en mikil ánægja er með þá breytingu að veiðimenn eldi sjálfir utan besta veiðitímans," segir í fréttinni. Aðrar skýringar sem nefndar eru í fréttinni er að veiðisvæði árinnar stækkaði til muna þegar að veiðisvæðið fyrir ofan Kattarfoss bættist við aðalsvæði árinnar, en nú nær það alla leið upp að Hítarvatni. SVFR minnir á að þó uppselt sé í Hítará þá má enn nálgast veiðileyfi í hliðaránum Tálma og Grjótá, en þar fer veiðidögum þó fækkandi. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði