Rosberg vill rigningu í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 20. mars 2013 16:00 Rosberg var ógeðslega fljótur í rigningunni í Ástralíu. Hann telur sig geta endurtekið leikinn ef það rignir í Malasíu. Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar. Rosberg var langfljótastur þegar brautin í Melbourne í Ástralíu var blaut. Hann setti besta tímann í fyrstu lotu tímatökunnar sem haldin var í rigningunni áður en næstu tveimur lotunum var frestað vegna aðstæðna. Red Bull-bílarnir fengu þá tækifæri til þess að setja bestu tíma sem þeir gerðu. Íslandsvinurinn Rosberg er því vongóður um að ná sínum fyrstu stigum á árinu í Malasíu. „Það er miklu heitara í Malasíu heldur en í Ástralíu svo keppnin verður gott próf fyrir bílinn og tækifæri fyrir okkur til að sjá hvernig hann hegðar sér í annars konar aðstæðum," sagði Rosberg sem stóð á verðlaunapalli eftir kappaksturinn á Sepang-brautinni árið 2010. „Það rignir oft kröftuglega í Malasíu og eftir því sem ég veit best er Mercedes-bíllinn góður í bleytunni," hélt Rosberg áfram.Rosberg og Hamilton gáfu eiginhandaráritanir í Malasíu í dag. Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar. Rosberg var langfljótastur þegar brautin í Melbourne í Ástralíu var blaut. Hann setti besta tímann í fyrstu lotu tímatökunnar sem haldin var í rigningunni áður en næstu tveimur lotunum var frestað vegna aðstæðna. Red Bull-bílarnir fengu þá tækifæri til þess að setja bestu tíma sem þeir gerðu. Íslandsvinurinn Rosberg er því vongóður um að ná sínum fyrstu stigum á árinu í Malasíu. „Það er miklu heitara í Malasíu heldur en í Ástralíu svo keppnin verður gott próf fyrir bílinn og tækifæri fyrir okkur til að sjá hvernig hann hegðar sér í annars konar aðstæðum," sagði Rosberg sem stóð á verðlaunapalli eftir kappaksturinn á Sepang-brautinni árið 2010. „Það rignir oft kröftuglega í Malasíu og eftir því sem ég veit best er Mercedes-bíllinn góður í bleytunni," hélt Rosberg áfram.Rosberg og Hamilton gáfu eiginhandaráritanir í Malasíu í dag.
Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira