Deilurnar snúast um Þjóðhátíð 9. apríl 2013 17:13 Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum. Yfirlýsingar fljúga nú fram og til baka hjá stjórnarmönnum aðalstjórnar ÍBV. Þeir Páll Magnússon og Stefán Jónsson hafa nú svarað yfirlýsingu þeirra Jóhanns Péturssonar og Guðnýjar Hrefnu Einarsdóttur frá því fyrr í dag. Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. Í yfirlýsingu þeirra Páls og Stefáns segir að deilur innan aðalstjórnar félagsins snúist ekki um einstakar deildir heldur um tekjur félagsins af Þjóðhátíð. Röng stefna hafi verið tekin sem náði hámarki í fyrra þegar fjárhagslegur ávinningur íBV af hátíðinni var lítill þrátt fyrir að reksturinn hafi verið með miklum ágætum. Segja þeir Páll og Stefán að ávinningur ÍBV hafi verið minni en var kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Það verði útskýrt nánar á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 18. apríl. Yfirlýsing Páls og StefánsPáll MagnússonVegna yfirlýsingar frá Jóhanni Péturssyni og Guðnýju Hrefnu Einarsdóttur, stjórnarmönnum í ÍBV Íþróttafélagi, viljum við undirritaðir stjórnarmenn taka fram eftirfarandi:Það er rétt hjá þeim Jóhanni og Guðnýju Hrefnu að talsvert hefur skort á eindrægni innan stjórnar ÍBV Íþróttafélags á síðasta starfsári.Þær deilur hafa þó ekki snúist um hagsmunabaráttu milli einstakra deilda innan félagsins, eins og skilja má af fyrrgreindri yfirlýsingu, - enda fara hagsmunir deildanna saman að okkar mati en eru ekki andstæðir.Gagnrýni okkar tveggja innan stjórnarinnar hefur fyrst og fremst beinst að þeirri stefnu sem tekin hefur verið með Þjóðhátíð Vestmannaeyja undanfarin ár, sem er mikilvægasti einstaki þátturinn í fjármögnun á starfsemi ÍBV Íþróttafélags.Segja má að þessi ranga stefna, að okkar mati, hafi náð ákveðnu hámarki í fyrra þegar aðsókn og tekjur af Þjóðhátíð voru með miklum ágætum en fjárhagslegur ávinningur ÍBV þrátt fyrir það sáralítill – og miklu minni en var t.d. kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Þetta mun allt koma nánar fram á aðalfundi félagsins innan tíðar.Um þetta hefur ágreiningurinn staðið, eins og lesa má í fundargerðum stjórnarinnar, en ekki um átök milli handbolta og fótbolta sem við könnumst ekki við að hafi verið á vettvangi stjórnar.Það er síðan fremur dapurlegt að stjórnarformaður ÍBV Íþróttafélags skuli væna meðstjórnarmenn sína um að hafa ekki heildarhagsmuni félagsins að leiðarljósi í störfum sínum.Páll MagnússonStefán Jónsson Innlendar Tengdar fréttir "Óbreytt ástand er óviðunandi" Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. 9. apríl 2013 12:10 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Yfirlýsingar fljúga nú fram og til baka hjá stjórnarmönnum aðalstjórnar ÍBV. Þeir Páll Magnússon og Stefán Jónsson hafa nú svarað yfirlýsingu þeirra Jóhanns Péturssonar og Guðnýjar Hrefnu Einarsdóttur frá því fyrr í dag. Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. Í yfirlýsingu þeirra Páls og Stefáns segir að deilur innan aðalstjórnar félagsins snúist ekki um einstakar deildir heldur um tekjur félagsins af Þjóðhátíð. Röng stefna hafi verið tekin sem náði hámarki í fyrra þegar fjárhagslegur ávinningur íBV af hátíðinni var lítill þrátt fyrir að reksturinn hafi verið með miklum ágætum. Segja þeir Páll og Stefán að ávinningur ÍBV hafi verið minni en var kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Það verði útskýrt nánar á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 18. apríl. Yfirlýsing Páls og StefánsPáll MagnússonVegna yfirlýsingar frá Jóhanni Péturssyni og Guðnýju Hrefnu Einarsdóttur, stjórnarmönnum í ÍBV Íþróttafélagi, viljum við undirritaðir stjórnarmenn taka fram eftirfarandi:Það er rétt hjá þeim Jóhanni og Guðnýju Hrefnu að talsvert hefur skort á eindrægni innan stjórnar ÍBV Íþróttafélags á síðasta starfsári.Þær deilur hafa þó ekki snúist um hagsmunabaráttu milli einstakra deilda innan félagsins, eins og skilja má af fyrrgreindri yfirlýsingu, - enda fara hagsmunir deildanna saman að okkar mati en eru ekki andstæðir.Gagnrýni okkar tveggja innan stjórnarinnar hefur fyrst og fremst beinst að þeirri stefnu sem tekin hefur verið með Þjóðhátíð Vestmannaeyja undanfarin ár, sem er mikilvægasti einstaki þátturinn í fjármögnun á starfsemi ÍBV Íþróttafélags.Segja má að þessi ranga stefna, að okkar mati, hafi náð ákveðnu hámarki í fyrra þegar aðsókn og tekjur af Þjóðhátíð voru með miklum ágætum en fjárhagslegur ávinningur ÍBV þrátt fyrir það sáralítill – og miklu minni en var t.d. kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Þetta mun allt koma nánar fram á aðalfundi félagsins innan tíðar.Um þetta hefur ágreiningurinn staðið, eins og lesa má í fundargerðum stjórnarinnar, en ekki um átök milli handbolta og fótbolta sem við könnumst ekki við að hafi verið á vettvangi stjórnar.Það er síðan fremur dapurlegt að stjórnarformaður ÍBV Íþróttafélags skuli væna meðstjórnarmenn sína um að hafa ekki heildarhagsmuni félagsins að leiðarljósi í störfum sínum.Páll MagnússonStefán Jónsson
Innlendar Tengdar fréttir "Óbreytt ástand er óviðunandi" Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. 9. apríl 2013 12:10 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
"Óbreytt ástand er óviðunandi" Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. 9. apríl 2013 12:10