Blæddi úr áhorfanda eftir högg Olazábal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 13:50 Olazabal afhendir kylfingnum áritaðan golfhanska. Mynd/AP Karlmaður, sem ætlaði að eiga náðugan dag í sólinni á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki, verður væntanlega með vænan hausverk það sem eftir lifir dags. Maðurinn fylgdist með keppendum á Masters-mótinu í golfi spila æfingahring fyrir mótið sem hefst á fimmtudaginn. Hann þurfti hins vegar að yfirgefa samkomuna eftir að José María Olazábal hitti boltann það illa að hann hafnaði í haus áhorfandans. Höggið misheppnaða var annað högg Olazábal á 8. holu vallarins sem er par fimm. Áhorfandinn féll til jarðar og myndir náðust af honum þar sem blóð lak úr höfði hans. Fékk hann aðhlynningu og var studdur út af vellinum. Spánverjinn, sem var fyrirliði sigurliðs Evrópu í Ryder-bikarnum á Medinah á síðasta ári, bað áhorfandann afsökunar og afhenti honum áritaðan golfhanska. Olazabal hefur tvívegis staðið uppi sem sigurvegari á Masters, síðast árið 1999.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Olazabal á æfingahringnum í dag.Nordicphotos/Getty Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. 9. apríl 2013 12:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Karlmaður, sem ætlaði að eiga náðugan dag í sólinni á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki, verður væntanlega með vænan hausverk það sem eftir lifir dags. Maðurinn fylgdist með keppendum á Masters-mótinu í golfi spila æfingahring fyrir mótið sem hefst á fimmtudaginn. Hann þurfti hins vegar að yfirgefa samkomuna eftir að José María Olazábal hitti boltann það illa að hann hafnaði í haus áhorfandans. Höggið misheppnaða var annað högg Olazábal á 8. holu vallarins sem er par fimm. Áhorfandinn féll til jarðar og myndir náðust af honum þar sem blóð lak úr höfði hans. Fékk hann aðhlynningu og var studdur út af vellinum. Spánverjinn, sem var fyrirliði sigurliðs Evrópu í Ryder-bikarnum á Medinah á síðasta ári, bað áhorfandann afsökunar og afhenti honum áritaðan golfhanska. Olazabal hefur tvívegis staðið uppi sem sigurvegari á Masters, síðast árið 1999.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Olazabal á æfingahringnum í dag.Nordicphotos/Getty
Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. 9. apríl 2013 12:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31
Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. 9. apríl 2013 12:45