Innlent

Rúmlega 1400 kosið utankjörfundar

1420 manns hafa kosið utankjörfundar í komandi alþingiskosningum á landinu öllu, frá því atkvæðagreiðslan hófst 2. mars síðastliðinn og fram til dagsins í dag. Eru það ívíð fleiri atkvæði en höfðu borist á sama tíma fyrir fjórum árum síðan.

Af þeim hafa 466 greitt atkvæði utankjörfundar hjá sýslumanninum í Reykjavík, þar af 24 fyrir hádegi í dag. Frá og með fimmtánda apríl færist atkvæðagreiðslan í Reykjavík yfir í Laugardalshöll og verður þar fram að kosningadegi, 27. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×