"Óbreytt ástand er óviðunandi" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 12:10 Hásteinsvöllur með Herjólfsdal í baksýn. Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. Jóhann Pétursson, formaður ÍBV og Guðný Einarsdóttir, gjaldkeri félagsins, eru meðal þeirra sem hætta í stjórninni. Jóhann og Guðný hafa starfað lengi innan félagsins, Jóhann frá árinu 2005 og Guðný frá árinu 2003. Í yfirlýsingu sem þau birtu á vef ÍBV (og sjá má í heild sinni hér að neðan) í dag segja þau skiljanlegt að einstaka stjórnarmenn hafi meiri áhuga á einni íþróttagrein en annarri. Slík áhersla verði þó að víkja í aðalstjórn. Öðruvísi geti aðalstjórn ekki verið sameiningartákn félagsins. „Síðastliðið starfsár hefur verið með öðrum hætti en undanfarin ár og hefur aðalstjórn félagsins ekki verið það sameiningartákn og vettvangur samvinnu og samstarfs sem stjórnin á að vera. Að mati okkar ríkir ekki fullur vilji meðal allra aðalstjórnarmanna að gæta fyrst og síðast að heildarhagsmunum félagsins umfram sérhagsmuni deildar," segir í yfirlýsingu þeirra. Aðalstjórn ÍBV undanfarið ár má sjá hér að neðan. Kosið verður að nýju í stjórnina fimmtudaginn 18. apríl. Jóhann Pétursson, Formaður Páll Magnússon, Varaformaður Guðný Einarsdóttir, Gjaldkeri Þórunn Ingvarsdóttir, Ritari Stefán Örn Jónsson, Meðstjórnandi Páll Scheving Ingvarsson, Varamaður Sigurbergur Ármannsson, VaramaðurPáll MagnússonAllir stjórnarmenn félagsins að Páli Magnússyni, sem kjörinn var varaformaður aðalstjórnar fyrir ári, og Stefáni Erni Jónssyni undanskildum hafa tilkynnt að þeir gefi ekki áfram kost á sér. Stefán Örn vildi ekkert um málið segja þegar blaðamaður sló á þráðinn í dag. Þórunn Ingvarsdóttir, fráfarandi ritari félagsins, sagði að ástæðu sína þá sömu og hjá Guðnýju og Jóhanni. „Já, ætli það megi ekki segja það," sagði Þórunn. Hún vildi þó ekki tjá sig um málið frekar og vísaði á Guðnýju og Jóhann. Þegar blaðamaður náði tali af Guðnýju sagðist hún ekkert frekar vilja láta hafa eftir sér. Vísaði hún í yfirlýsingu þeirra Jóhanns. Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV, sagði í samtali við Vísi að það væri ekki hennar hlutverk að útskýra málið nánar. Það væri Guðnýjar og Jóhanns að tjá sig um málið. Aðspurð hvort málið tengdist eitthvað komu David James til félagsins sagði Dóra: „Við erum sátt við David. Við erum ekkert að æsa okkur yfir því." Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Jóhanni Péturssyni og Páli Magnússyni í dag en án árangurs.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Yfirlýsingin í heild sinniÁgætu félagar í ÍBV Íþróttafélagi Við undirrituð höfum starfað lengi fyrir ÍBV Íþróttafélag og komið að margs konar verkefnum fyrir félagið í gegnum tíðina. Við höfum bæði starfað um langa hríð í aðalstjórn félagsins, Guðný frá 2003, lengst af sem gjaldkeri og Jóhann frá árinu 2005 sem formaður. Leiðarljós okkar í því starfi hefur verið að gæta að heildarhagsmunum félagsins, hlúa að starfinu og öllum deildum jafnt, án þess að gengið sé á hlut annarra. Við höfum, í gegnum tíðina, starfað með mörgu góðu fólki í aðalstjórn sem hefur deilt þessum markmiðum með okkur. Margar ákvarðanir hafa verið teknar og fordæmi sett í góðri samvinnu allra aðalstjórnarmanna með málefnalegri umræðu og aðalstjórn því notið trausts og viðurkenningar alls félagsins. Eins og að framan er rakið þá er það forsenda þess að starfa í aðalstjórn, að okkar mati, sú að bera heildarhagsmuni félagsins sér fyrir brjósti. Það er oft þannig að einstaka stjórnarmaður getur haft meiri áhuga á einni íþróttagrein en annarri en í starfi sínu fyrir aðalstjórn verður slík áhersla að víkja. Aðalstjórn getur aldrei orðið sameiningartákn félagsins að öðrum kosti. Síðastliðið starfsár hefur verið með öðrum hætti en undanfarin ár og hefur aðalstjórn félagsins ekki verið það sameiningartákn og vettvangur samvinnu og samstarfs sem stjórnin á að vera. Að mati okkar ríkir ekki fullur vilji meðal allra aðalstjórnarmanna að gæta fyrst og síðast að heildarhagsmunum félagsins umfram sérhagsmuni deildar. Bæði höfum við haft áhuga á að sitja lengur í aðalstjórn en fullljóst þykir okkur nú að óbreytt ástand sé óviðunandi, jafnt fyrir okkur í aðalstjórn, sem og félagið í heild sinni. Eðlilegt er, ef gæta á að sérhagsmunum deilda í aðalstjórn umfram heildarhagsmuni félagsins, þá sé aðalstjórn skipuð mönnum og konum úr viðkomandi deildum sem koma þá að starfinu á þeim forsendum. Við undirrituð erum ekki reiðubúin til að gefa kost á okkur til endurkjörs í aðalstjórn á þessum grundvelli . Við lítum hins vegar stolt til baka og hefur margt áunnist fyrir okkar glæsilega félag í stjórnartíð okkar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og hefur t.a.m. risið knattspyrnuhús og stúka við aðalvöll félagsins. Þá hefur verið lagður sterkur grunnur að góðri Þjóðhátíð með markvissri uppbyggingu í Herjólfsdal. Einna stoltust erum við þó af því sterka barna- og unglingastarfi sem félagið hefur lagt áherslu á undanfarin ár. Er ÍBV þar í fararbroddi á landvísu og varð á síðasta ári fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Til framtíðar teljum við mikilvægast að vinna að skuldalækkun félagsins en sú vinna er hafin m.a. með aðkomu Vestmannaeyjabæjar. Við teljum hins vegar að það verkefni verði mjög erfitt ef heildarhagsmunir félagsins eru ekki leiðarljósið innan aðalstjórnar. Við vitum að uppbygging félags eins og ÍBV Íþróttafélags gerist ekki nema vegna mikillar og fórnfúsar vinnu margra sem leggja mikið á og viljum að lokum þakka öllu því frábæra fólki sem við höfum unnið með hjá ÍBV Íþróttafélagi í gegnum tíðina. Við erum að sjálfsögðu ekki hætt að leggja þar hönd á plóg þó á öðrum vettvangi verði. Virðingarfyllst, Guðný Hrefna Einarsdóttir, Jóhann Pétursson Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. Jóhann Pétursson, formaður ÍBV og Guðný Einarsdóttir, gjaldkeri félagsins, eru meðal þeirra sem hætta í stjórninni. Jóhann og Guðný hafa starfað lengi innan félagsins, Jóhann frá árinu 2005 og Guðný frá árinu 2003. Í yfirlýsingu sem þau birtu á vef ÍBV (og sjá má í heild sinni hér að neðan) í dag segja þau skiljanlegt að einstaka stjórnarmenn hafi meiri áhuga á einni íþróttagrein en annarri. Slík áhersla verði þó að víkja í aðalstjórn. Öðruvísi geti aðalstjórn ekki verið sameiningartákn félagsins. „Síðastliðið starfsár hefur verið með öðrum hætti en undanfarin ár og hefur aðalstjórn félagsins ekki verið það sameiningartákn og vettvangur samvinnu og samstarfs sem stjórnin á að vera. Að mati okkar ríkir ekki fullur vilji meðal allra aðalstjórnarmanna að gæta fyrst og síðast að heildarhagsmunum félagsins umfram sérhagsmuni deildar," segir í yfirlýsingu þeirra. Aðalstjórn ÍBV undanfarið ár má sjá hér að neðan. Kosið verður að nýju í stjórnina fimmtudaginn 18. apríl. Jóhann Pétursson, Formaður Páll Magnússon, Varaformaður Guðný Einarsdóttir, Gjaldkeri Þórunn Ingvarsdóttir, Ritari Stefán Örn Jónsson, Meðstjórnandi Páll Scheving Ingvarsson, Varamaður Sigurbergur Ármannsson, VaramaðurPáll MagnússonAllir stjórnarmenn félagsins að Páli Magnússyni, sem kjörinn var varaformaður aðalstjórnar fyrir ári, og Stefáni Erni Jónssyni undanskildum hafa tilkynnt að þeir gefi ekki áfram kost á sér. Stefán Örn vildi ekkert um málið segja þegar blaðamaður sló á þráðinn í dag. Þórunn Ingvarsdóttir, fráfarandi ritari félagsins, sagði að ástæðu sína þá sömu og hjá Guðnýju og Jóhanni. „Já, ætli það megi ekki segja það," sagði Þórunn. Hún vildi þó ekki tjá sig um málið frekar og vísaði á Guðnýju og Jóhann. Þegar blaðamaður náði tali af Guðnýju sagðist hún ekkert frekar vilja láta hafa eftir sér. Vísaði hún í yfirlýsingu þeirra Jóhanns. Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV, sagði í samtali við Vísi að það væri ekki hennar hlutverk að útskýra málið nánar. Það væri Guðnýjar og Jóhanns að tjá sig um málið. Aðspurð hvort málið tengdist eitthvað komu David James til félagsins sagði Dóra: „Við erum sátt við David. Við erum ekkert að æsa okkur yfir því." Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Jóhanni Péturssyni og Páli Magnússyni í dag en án árangurs.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Yfirlýsingin í heild sinniÁgætu félagar í ÍBV Íþróttafélagi Við undirrituð höfum starfað lengi fyrir ÍBV Íþróttafélag og komið að margs konar verkefnum fyrir félagið í gegnum tíðina. Við höfum bæði starfað um langa hríð í aðalstjórn félagsins, Guðný frá 2003, lengst af sem gjaldkeri og Jóhann frá árinu 2005 sem formaður. Leiðarljós okkar í því starfi hefur verið að gæta að heildarhagsmunum félagsins, hlúa að starfinu og öllum deildum jafnt, án þess að gengið sé á hlut annarra. Við höfum, í gegnum tíðina, starfað með mörgu góðu fólki í aðalstjórn sem hefur deilt þessum markmiðum með okkur. Margar ákvarðanir hafa verið teknar og fordæmi sett í góðri samvinnu allra aðalstjórnarmanna með málefnalegri umræðu og aðalstjórn því notið trausts og viðurkenningar alls félagsins. Eins og að framan er rakið þá er það forsenda þess að starfa í aðalstjórn, að okkar mati, sú að bera heildarhagsmuni félagsins sér fyrir brjósti. Það er oft þannig að einstaka stjórnarmaður getur haft meiri áhuga á einni íþróttagrein en annarri en í starfi sínu fyrir aðalstjórn verður slík áhersla að víkja. Aðalstjórn getur aldrei orðið sameiningartákn félagsins að öðrum kosti. Síðastliðið starfsár hefur verið með öðrum hætti en undanfarin ár og hefur aðalstjórn félagsins ekki verið það sameiningartákn og vettvangur samvinnu og samstarfs sem stjórnin á að vera. Að mati okkar ríkir ekki fullur vilji meðal allra aðalstjórnarmanna að gæta fyrst og síðast að heildarhagsmunum félagsins umfram sérhagsmuni deildar. Bæði höfum við haft áhuga á að sitja lengur í aðalstjórn en fullljóst þykir okkur nú að óbreytt ástand sé óviðunandi, jafnt fyrir okkur í aðalstjórn, sem og félagið í heild sinni. Eðlilegt er, ef gæta á að sérhagsmunum deilda í aðalstjórn umfram heildarhagsmuni félagsins, þá sé aðalstjórn skipuð mönnum og konum úr viðkomandi deildum sem koma þá að starfinu á þeim forsendum. Við undirrituð erum ekki reiðubúin til að gefa kost á okkur til endurkjörs í aðalstjórn á þessum grundvelli . Við lítum hins vegar stolt til baka og hefur margt áunnist fyrir okkar glæsilega félag í stjórnartíð okkar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og hefur t.a.m. risið knattspyrnuhús og stúka við aðalvöll félagsins. Þá hefur verið lagður sterkur grunnur að góðri Þjóðhátíð með markvissri uppbyggingu í Herjólfsdal. Einna stoltust erum við þó af því sterka barna- og unglingastarfi sem félagið hefur lagt áherslu á undanfarin ár. Er ÍBV þar í fararbroddi á landvísu og varð á síðasta ári fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Til framtíðar teljum við mikilvægast að vinna að skuldalækkun félagsins en sú vinna er hafin m.a. með aðkomu Vestmannaeyjabæjar. Við teljum hins vegar að það verkefni verði mjög erfitt ef heildarhagsmunir félagsins eru ekki leiðarljósið innan aðalstjórnar. Við vitum að uppbygging félags eins og ÍBV Íþróttafélags gerist ekki nema vegna mikillar og fórnfúsar vinnu margra sem leggja mikið á og viljum að lokum þakka öllu því frábæra fólki sem við höfum unnið með hjá ÍBV Íþróttafélagi í gegnum tíðina. Við erum að sjálfsögðu ekki hætt að leggja þar hönd á plóg þó á öðrum vettvangi verði. Virðingarfyllst, Guðný Hrefna Einarsdóttir, Jóhann Pétursson
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira