Jákvæðar fréttir af Framsókn en neikvæðar af Sjálfstæðisflokki Karen Kjartansdóttir skrifar 5. apríl 2013 18:36 Sjálfstæðisflokknum heppnast ekki að koma skilaboðum til kjósenda og takast á við erfið mál. Hann er eini flokkurinn sem fær meiri neikvæða umfjöllun en jákvæða. Þetta segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar, sem hefur farið yfir um þrjú þúsund fréttir og greinar sem birtust um stjórnmálaflokka í mars. Framsókn fær lang jákvæðustu umfjöllunina. Í mars birtust um 3000 fréttir og greinar í fjölmiðlum um stjórnmálaflokkana. Fjölmiðlavaktin hefur farið vandlega yfir þær og flokkað niður. Flestar voru um stjórnarflokkana. Rúmlega 1500 voru um Samfylkinguna, langflestar voru hlutlausar eða 82,3 prósent. 6,7 prósent voru neikvæðar og 10,5 prósent voru jákvæðar. Svipað var upp á teningnum þegar kom að Vinstri grænum sem var fjallað um 1300 sinnum. Um Sjálfstæðisflokkinn voru svo skrifaðar um 1000 fréttir. Það vekur athygli greinenda að oftar var umfjöllun af flokknum neikvæð en jákvæð en slíkt er mjög fátítt. Nær 10 prósent umfjöllunar var neikvæð en rúmlega 8 prósent jákvæð. Um 800 sinnum er fjallað um Framsókn og blasir allt önnur staða blasir við henni en Sjálfstæðisflokknum. Enginn fær jafn jákvæða umfjöllun og Framsókn eða um 17 prósent en 6,8 prósent umfjölluninnar er neikvæð. Björt framtíð fær minnsta umfjöllun eða um 440 greinar. En eins og sást í dæmunum að ofan er það ekki magn heldur framsetning sem skiptir máli og ættu þeir að geta vel við unað með rúmlega helmingi fleiri jákvæðar umfjallanir en neikvæðar. „Þetta má túlka þannig að Framsóknarflokknum er að takast að koma á framfæri skilaboðum til kjósanda sem hafa greinileg áhrif á viðhorf kjósenda ef maður að ber þetta saman við skoðanakannanir sem við fylgjumst mjög grant með, á síðustu dögum og vikum," segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar. Magnús segir umfjöllun hafa mjög greinileg áhrif á fylgi. Það hafi til dæmis komið berlega í ljós þegar fréttir birtust um styrki FL-group til Sjálfstæðsflokksins skömmu fyrir kosningar 2009. „Þá sáum við greinilega að þetta hafði áhrif á fylgi þeirra í skoðanakönnunum á þeim tíma og þeim tókst ekki vel að vinna úr þeim málum sem komu upp þá." Mjög neikvæð umræða hafi til dæmis myndast í kringum landsfundinn og slíkt dragi dilk á eftir sér. „Það er ekki mjög langt til kosninga og mín spá er sú að þetta eigi ekki eftir að breytast mikið." Helsta von Sjálfstæðismanna sé því að vandamál komi upp hjá öðrum flokkum. „Hvað varðar Framsóknaflokkinn þá er það mitt mat að flokknum hafi tekist að búa til skýra mynd í hugum kjósenda fyrir hvað þeir standa. Síðan má ekki gleyma einu og það er að Framsóknarflokkurinn er flokkur sem hefur endurnýjað sig töluvert mikið sem hlýtur að hafa eitthvaða að segja líka," segir Magnús. Kosningar 2013 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Sjálfstæðisflokknum heppnast ekki að koma skilaboðum til kjósenda og takast á við erfið mál. Hann er eini flokkurinn sem fær meiri neikvæða umfjöllun en jákvæða. Þetta segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar, sem hefur farið yfir um þrjú þúsund fréttir og greinar sem birtust um stjórnmálaflokka í mars. Framsókn fær lang jákvæðustu umfjöllunina. Í mars birtust um 3000 fréttir og greinar í fjölmiðlum um stjórnmálaflokkana. Fjölmiðlavaktin hefur farið vandlega yfir þær og flokkað niður. Flestar voru um stjórnarflokkana. Rúmlega 1500 voru um Samfylkinguna, langflestar voru hlutlausar eða 82,3 prósent. 6,7 prósent voru neikvæðar og 10,5 prósent voru jákvæðar. Svipað var upp á teningnum þegar kom að Vinstri grænum sem var fjallað um 1300 sinnum. Um Sjálfstæðisflokkinn voru svo skrifaðar um 1000 fréttir. Það vekur athygli greinenda að oftar var umfjöllun af flokknum neikvæð en jákvæð en slíkt er mjög fátítt. Nær 10 prósent umfjöllunar var neikvæð en rúmlega 8 prósent jákvæð. Um 800 sinnum er fjallað um Framsókn og blasir allt önnur staða blasir við henni en Sjálfstæðisflokknum. Enginn fær jafn jákvæða umfjöllun og Framsókn eða um 17 prósent en 6,8 prósent umfjölluninnar er neikvæð. Björt framtíð fær minnsta umfjöllun eða um 440 greinar. En eins og sást í dæmunum að ofan er það ekki magn heldur framsetning sem skiptir máli og ættu þeir að geta vel við unað með rúmlega helmingi fleiri jákvæðar umfjallanir en neikvæðar. „Þetta má túlka þannig að Framsóknarflokknum er að takast að koma á framfæri skilaboðum til kjósanda sem hafa greinileg áhrif á viðhorf kjósenda ef maður að ber þetta saman við skoðanakannanir sem við fylgjumst mjög grant með, á síðustu dögum og vikum," segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar. Magnús segir umfjöllun hafa mjög greinileg áhrif á fylgi. Það hafi til dæmis komið berlega í ljós þegar fréttir birtust um styrki FL-group til Sjálfstæðsflokksins skömmu fyrir kosningar 2009. „Þá sáum við greinilega að þetta hafði áhrif á fylgi þeirra í skoðanakönnunum á þeim tíma og þeim tókst ekki vel að vinna úr þeim málum sem komu upp þá." Mjög neikvæð umræða hafi til dæmis myndast í kringum landsfundinn og slíkt dragi dilk á eftir sér. „Það er ekki mjög langt til kosninga og mín spá er sú að þetta eigi ekki eftir að breytast mikið." Helsta von Sjálfstæðismanna sé því að vandamál komi upp hjá öðrum flokkum. „Hvað varðar Framsóknaflokkinn þá er það mitt mat að flokknum hafi tekist að búa til skýra mynd í hugum kjósenda fyrir hvað þeir standa. Síðan má ekki gleyma einu og það er að Framsóknarflokkurinn er flokkur sem hefur endurnýjað sig töluvert mikið sem hlýtur að hafa eitthvaða að segja líka," segir Magnús.
Kosningar 2013 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira