„Höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. apríl 2013 09:51 Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. „Þetta eru frábærar fréttir," segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi, en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi, og næði inn fjórum þingmönnum ef gengið væri til kosninga nú. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í svolítinn tíma og þetta er búið að vera nokkuð jafn vöxtur. Við höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum heldur reynt að byggja frekar upp og láta fólk vita hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Fólk er að fatta hvað við erum að segja og hvað aukið beint lýðræði og gagnsæi skiptir miklu máli." Smári segir Pírata hafa talað um það að vilja ná yfir tíu prósenta fylgi og því séu niðurstöður könnunarinnar góð byrjun. „Það getur allt gerst á næstu vikum og við hækkað eða lækkað. Við erum nýtt framboð hér á Íslandi en með rosalega mikið bakland úr okkar alþjóðastarfi. Píratar eru með starfandi flokka í 63 löndum á heimsvísu og það er mikil og sterk hugmyndafræði búin að byggjast upp." Þá telur Smári afdrif stjórnarskrármálsins við síðustu þinglok eiga sinn þátt í fylgi Pírata. „Við þinglok tóku allir gömlu flokkarnir sig saman um það að svíkja almenning í stjórnarskrármálinu. Það voru ekki margir á þingi sem gerðu eitthvað til að reyna að stoppa það. Það var þá kannski helst Birgitta Jónsdóttir, einn af okkar oddvitum, og það spilar örugglega sinn þátt." Aðalheiður Ámundadóttir, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, segir ástæðuna fyrir því að flokkurinnn sé að ná í gegn núna, sé ekki endilega vegna umræðuþátta sem hafa verið í sjónvarpinu síðustu daga. „Ég ímynda mér að þeir sem sýna Pírötum mestan áhuga séu ekki að horfa á umræðuþætti á Rúv," segir Aðalheiður sem sjálf tók þátt í umræðum á RÚV í gærkvöldi ásamt fjölmörgum öðrum framboðum. Hún segir fylgið sem Píratar mælast með í þessari könnun frekar því að þakka að fólk sé farið að skilja að Píratar eru ekki bara „eins máls internetflokkur," eins og Aðalheiður orðar það. Ekki náðist í Birgittu Jónsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
„Þetta eru frábærar fréttir," segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi, en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi, og næði inn fjórum þingmönnum ef gengið væri til kosninga nú. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í svolítinn tíma og þetta er búið að vera nokkuð jafn vöxtur. Við höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum heldur reynt að byggja frekar upp og láta fólk vita hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Fólk er að fatta hvað við erum að segja og hvað aukið beint lýðræði og gagnsæi skiptir miklu máli." Smári segir Pírata hafa talað um það að vilja ná yfir tíu prósenta fylgi og því séu niðurstöður könnunarinnar góð byrjun. „Það getur allt gerst á næstu vikum og við hækkað eða lækkað. Við erum nýtt framboð hér á Íslandi en með rosalega mikið bakland úr okkar alþjóðastarfi. Píratar eru með starfandi flokka í 63 löndum á heimsvísu og það er mikil og sterk hugmyndafræði búin að byggjast upp." Þá telur Smári afdrif stjórnarskrármálsins við síðustu þinglok eiga sinn þátt í fylgi Pírata. „Við þinglok tóku allir gömlu flokkarnir sig saman um það að svíkja almenning í stjórnarskrármálinu. Það voru ekki margir á þingi sem gerðu eitthvað til að reyna að stoppa það. Það var þá kannski helst Birgitta Jónsdóttir, einn af okkar oddvitum, og það spilar örugglega sinn þátt." Aðalheiður Ámundadóttir, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, segir ástæðuna fyrir því að flokkurinnn sé að ná í gegn núna, sé ekki endilega vegna umræðuþátta sem hafa verið í sjónvarpinu síðustu daga. „Ég ímynda mér að þeir sem sýna Pírötum mestan áhuga séu ekki að horfa á umræðuþætti á Rúv," segir Aðalheiður sem sjálf tók þátt í umræðum á RÚV í gærkvöldi ásamt fjölmörgum öðrum framboðum. Hún segir fylgið sem Píratar mælast með í þessari könnun frekar því að þakka að fólk sé farið að skilja að Píratar eru ekki bara „eins máls internetflokkur," eins og Aðalheiður orðar það. Ekki náðist í Birgittu Jónsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira