Formúla 1

Perez hefur ekki stigið feilspor

Birgir Þór Harðarson skrifar
Perez hefur tekið á vandamálunum af miklum þroska, segir Whitmarsh.
Perez hefur tekið á vandamálunum af miklum þroska, segir Whitmarsh.
Mexíkaninn Sergio Perez hefur ekki gert nein mistök síðan hann gekk til liðs við McLaren í byrjun þessa árs, segir liðsstjórinn Martin Whitmarsh við breska mótorsporttímaritið Autosport.

Perez ók fyrir Sauber-liðið á síðasta ári og stóð sig gríðarlega vel; sótti annað sætið í Malasíu eftir slag við Alonso og svo annað sæti í Ítalíu í september. Perez fékk það erfiða verkefni að koma í stað Lewis Hamilton hjá gamalgróna breska liðinu.

Whitmars þykir Perez hafa tekið á vandamálum McLaren-liðsins af mikilli fagmennsku. „Hann hefur unnið gríðarlega vel. Það er auðvelt að villast þegar maður gengur til liðs við lið eins og McLaren, sérstaklega þegar maður hefur ekki nógu hraðskreðan bíl."

„Hann er snjall strákur sem er enn ótrúlega ungur miðað við þroskann sem hann hefur sýnt," sagði Whitmarsh ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×