Oblivion heimsfrumsýnd í kvöld - Tom Cruise á leið til landsins 1. apríl 2013 12:30 „Þetta er mikill heiður fyrir okkur og kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi," segir Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri Smárabíós. Stórmyndin Oblivion, sem skartar meðal annars Tom Cruise og Morgan Freeman í aðalhlutverki verður heimsfrumsýnd á Íslandi í kvöld, nánar tiltekið í Smárabíói. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt um var myndin tekin upp að stórum hluta hér á landi síðasta sumar. Myndin verður frumsýnd þann 12. apríl næstkomandi en í kvöld fá nokkrir heppnir Íslendingar forskot á sæluna. Tom Cruise er væntanlegur til landsins síðdegis til þess að vera viðstaddur sýninguna í kvöld. Jón Eiríkur segir að með þessu vilji Tom Cruise þakka Íslendingum fyrir þá gestrisni sem honum var sýnd á meðan hann var við tökur á myndinni. „Þetta var eitthvað sem kom upp mjög nýlega og erum við í skýjunum yfir þessu. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjörnur á borð við Tom Cruise þakka fyrir sig á þennan hátt," segir hann. Sýningin í Smárabíó er í samstarfi við Vísi, en um boðssýningu er að ræða. Það þýðir að 100 miðar á myndina eru ókeypis og lesendur Vísis geta tryggt sér miða með því að senda póst á ritstjorn@visir.is. Þeir sem ekki ná í miða hjá Vísi geta freistað þess að fara í Smáralindina eftir klukkan 17 og keypt miða í miðasölunni. Sýningin í kvöld hefst klukkan 20 og verður nánar fjallað um hana á Vísi í kvöld, þar sem meðal annars verður rætt við Tom Cruise. Oblivion er ein stærsta mynd þessa árs og er íslensk náttúra fyrirferðarmikil í þessum vísindaskáldskap, þar sem Ísland er í hlutverki Norður-Ameríku eftir að heimsstyrjöld hefur grandað allri siðmenningu.Sjá má stiklu úr myndinni hér að ofan. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
„Þetta er mikill heiður fyrir okkur og kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi," segir Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri Smárabíós. Stórmyndin Oblivion, sem skartar meðal annars Tom Cruise og Morgan Freeman í aðalhlutverki verður heimsfrumsýnd á Íslandi í kvöld, nánar tiltekið í Smárabíói. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt um var myndin tekin upp að stórum hluta hér á landi síðasta sumar. Myndin verður frumsýnd þann 12. apríl næstkomandi en í kvöld fá nokkrir heppnir Íslendingar forskot á sæluna. Tom Cruise er væntanlegur til landsins síðdegis til þess að vera viðstaddur sýninguna í kvöld. Jón Eiríkur segir að með þessu vilji Tom Cruise þakka Íslendingum fyrir þá gestrisni sem honum var sýnd á meðan hann var við tökur á myndinni. „Þetta var eitthvað sem kom upp mjög nýlega og erum við í skýjunum yfir þessu. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjörnur á borð við Tom Cruise þakka fyrir sig á þennan hátt," segir hann. Sýningin í Smárabíó er í samstarfi við Vísi, en um boðssýningu er að ræða. Það þýðir að 100 miðar á myndina eru ókeypis og lesendur Vísis geta tryggt sér miða með því að senda póst á ritstjorn@visir.is. Þeir sem ekki ná í miða hjá Vísi geta freistað þess að fara í Smáralindina eftir klukkan 17 og keypt miða í miðasölunni. Sýningin í kvöld hefst klukkan 20 og verður nánar fjallað um hana á Vísi í kvöld, þar sem meðal annars verður rætt við Tom Cruise. Oblivion er ein stærsta mynd þessa árs og er íslensk náttúra fyrirferðarmikil í þessum vísindaskáldskap, þar sem Ísland er í hlutverki Norður-Ameríku eftir að heimsstyrjöld hefur grandað allri siðmenningu.Sjá má stiklu úr myndinni hér að ofan.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira