Greg Norman hefur mikla trú á Adam Scott Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2013 07:37 Adam Scott. Mynd/AP Adam Scott vann í gær Mastersmótið í golf og fékk að klæðast græna jakkanum fyrstur Ástrala. Hann sagði eftir sigurinn að Greg Norman ætti þátt í þessum titli því hann væri sá sem ástralskir kylfingar líta upp til. Greg Norman var tvisvar afar nálægt því að vinna Mastersmótið en varð að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Hinn 58 ára gamli Norman er búinn að tjá sig um sigur Adam Scott. „Það efuðust allir um að hann næði þessu en við kylfingarnir vissum að þetta kæmi hjá honum," sagði Greg Norman við BBC en þetta var fyrsti risatitill Adam Scott. Adam Scott er 32 ára gamall og hefur nú verið meðal átta efstu á þremur Mastersmótum í röð. Scott varð í 2. sæti 2011, í 8. sæti í fyrra og vann síðan mótið í gær. Scott varð í 2. sæti á opna breska mótinu í fyrra. „Ég held að hann eigi eftir að vinna fleiri risatitla en nokkur annar Ástrali," sagði Greg Norman. Greg Norman vann opna breska meistaramótið tvisvar (1986 og 1993) en metið á Peter Thomson sem vann fimm risatitla á árunum 1954 til 1965. Greg Norman varð aftur á móti átta sinnum í öðru sæti á risamótum þar af þrisvar sinnum á Mastersmótinu (1986, 1987 og 1996). Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Adam Scott vann í gær Mastersmótið í golf og fékk að klæðast græna jakkanum fyrstur Ástrala. Hann sagði eftir sigurinn að Greg Norman ætti þátt í þessum titli því hann væri sá sem ástralskir kylfingar líta upp til. Greg Norman var tvisvar afar nálægt því að vinna Mastersmótið en varð að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Hinn 58 ára gamli Norman er búinn að tjá sig um sigur Adam Scott. „Það efuðust allir um að hann næði þessu en við kylfingarnir vissum að þetta kæmi hjá honum," sagði Greg Norman við BBC en þetta var fyrsti risatitill Adam Scott. Adam Scott er 32 ára gamall og hefur nú verið meðal átta efstu á þremur Mastersmótum í röð. Scott varð í 2. sæti 2011, í 8. sæti í fyrra og vann síðan mótið í gær. Scott varð í 2. sæti á opna breska mótinu í fyrra. „Ég held að hann eigi eftir að vinna fleiri risatitla en nokkur annar Ástrali," sagði Greg Norman. Greg Norman vann opna breska meistaramótið tvisvar (1986 og 1993) en metið á Peter Thomson sem vann fimm risatitla á árunum 1954 til 1965. Greg Norman varð aftur á móti átta sinnum í öðru sæti á risamótum þar af þrisvar sinnum á Mastersmótinu (1986, 1987 og 1996).
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira