Eftirmálar formúlunnar í Kína Birgir Þór Harðarson skrifar 14. apríl 2013 21:29 Alonso kom fyrstur í mark í Kína. nordicphotos/afp Eftirmálar Formúlu 1-kappakstursins í Kína í morgun eru nokkrir enda virtust ökumenn ekki vera með reglurnar á hreinu hvað varðar notkun afturvængsins undir gulum flöggum. Fyrirvarar voru því settir á lokaniðurstöðu kappakstursins í dag enda átti eftir að úrskurða um meint brot margra ökumanna, þar á meðal Sebastian Vettel, Kimi Raikkönen og Jenson Button. Engum verður hins vegar refsað fyrir þessi brot og er það aðallega vegna tæknilegra vandamála hjá FIA. Venjulega getur mótsstjóri fjarstýrt því hvort ökumenn eigi möguleika á að opna afturvænginn en í ár hefur verið bilun í þessum búnaði. Það ætti því að vera ökumanna og liðanna að fylgja reglunum en þeim hefur verið sýndur skilningur í þessu máli. Hins vegar var tveimur ökumönnum refsað fyrir að hafa valdið hættu í brautinni í Kína. Fyrst ber að nefna unga Mexíkóan Esteban Gutierrez sem misreiknaði bremsuvegalengd sína og ók aftan á Adrian Sutil með þeim afleiðingum að báðir urðu að hætta keppni. Verður hann færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Barein eftir viku. Mark Webber hefur einnig hlotið refsingu en hann var sendur út af viðgerðarsvæðinu eftir þjónustuhlé með laust hægra afturhjól sem, eftir að hann hafði ekið nánast heilan hring, skoppaði af og í veg fyrr ökumenn. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein. Kappaksturinn í Barein fer fram eftir viku. Formúla Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Eftirmálar Formúlu 1-kappakstursins í Kína í morgun eru nokkrir enda virtust ökumenn ekki vera með reglurnar á hreinu hvað varðar notkun afturvængsins undir gulum flöggum. Fyrirvarar voru því settir á lokaniðurstöðu kappakstursins í dag enda átti eftir að úrskurða um meint brot margra ökumanna, þar á meðal Sebastian Vettel, Kimi Raikkönen og Jenson Button. Engum verður hins vegar refsað fyrir þessi brot og er það aðallega vegna tæknilegra vandamála hjá FIA. Venjulega getur mótsstjóri fjarstýrt því hvort ökumenn eigi möguleika á að opna afturvænginn en í ár hefur verið bilun í þessum búnaði. Það ætti því að vera ökumanna og liðanna að fylgja reglunum en þeim hefur verið sýndur skilningur í þessu máli. Hins vegar var tveimur ökumönnum refsað fyrir að hafa valdið hættu í brautinni í Kína. Fyrst ber að nefna unga Mexíkóan Esteban Gutierrez sem misreiknaði bremsuvegalengd sína og ók aftan á Adrian Sutil með þeim afleiðingum að báðir urðu að hætta keppni. Verður hann færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Barein eftir viku. Mark Webber hefur einnig hlotið refsingu en hann var sendur út af viðgerðarsvæðinu eftir þjónustuhlé með laust hægra afturhjól sem, eftir að hann hafði ekið nánast heilan hring, skoppaði af og í veg fyrr ökumenn. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein. Kappaksturinn í Barein fer fram eftir viku.
Formúla Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira