Sundkonan magnaða, Hrafnhildur Lúthersdóttir, setti í dag nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi kvenna á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug.
Hrafnhildur synti á 1:09.48 mínútum en eldra metið átti hún sjálf 1:09.92 en það var sett á HM50 í Sjænghæ árið 2011.
Fyrr í dag setti síðan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir nýtt Íslandsmet í 50 metra baksundi kvenna. Ingibjörg synti á tímanum 28.99 sekúndum sem er 1/100 undir Íslandsmeti Sarah Blake Bateman 29.00.
Hrafnhildur og Ingibjörg settu Íslandsmet
