Alonso vann í Kína Birgir Þór Harðarson skrifar 14. apríl 2013 08:54 Alonso vann mótið og var mjög ánægður með það. Ferrari-ökuþórinn Fernando Alonso vann kínverska kappaksturinn í Sjanghæ í morgun eftir að Ferrari-liðið stillti upp frábærri keppnisáætlun. Finninn Kimi Raikkönen varð annar í Lotus-bílnum. Keppnin var spennandi alveg til enda og leiddu fjölmargir mótið á mismunandi tímum. Dekkin skiptu miklu máli enda voru mýkri dekkin nánast ónothæf vegna þess hve hratt þau eyddust. Sebastian Vettel og Jenson Button ásamt Nico Hulkenberg ræstu því á harðari gerðinni og gerði þá alla á mismunandi tímapunktum að mögulegum sigurvegurum. Ferrari-bílarnir tveir náðu frábæru starti og komust á undan Raikkönen fyrir fyrstu beygju. Startið hjá Finnanum var lélegt en hann hélt þó fjórða sætinu fyrstu hringina. Hamilton þurfti svo fljótlega að víkja úr fyrsta sætinu fyrir Alonso og Massa. Hamilton varð á endanum þriðji en þurft að hafa fyrir því á síðasta hring þegar Vettel sótti hart að honum. Aðeins sekúndubrot skildu þá að þegar yfir endalínuna var ekið. Jenson Button varð fimmti fyrir McLaren og Felipe Massa sjötti. Daniel Ricciardo í Toro Rosso varð sjöundi eftir að hafa átt stórkoslega tímatökur í gær og staðið sig vel í dag. Paul di Resta náði að sigla Force India-bílnum í höfn í áttunda sæti á undan Romain Grosjean og Nico Hulkenberg. Vettel leiðir enn stigabaráttuna með 52 stig en Kimi Raikkönen er nú með 49 og Alonso 43. Það lítur því allt úf fyrir að titilbaráttan verði jöfn og skemmtileg í ár. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari-ökuþórinn Fernando Alonso vann kínverska kappaksturinn í Sjanghæ í morgun eftir að Ferrari-liðið stillti upp frábærri keppnisáætlun. Finninn Kimi Raikkönen varð annar í Lotus-bílnum. Keppnin var spennandi alveg til enda og leiddu fjölmargir mótið á mismunandi tímum. Dekkin skiptu miklu máli enda voru mýkri dekkin nánast ónothæf vegna þess hve hratt þau eyddust. Sebastian Vettel og Jenson Button ásamt Nico Hulkenberg ræstu því á harðari gerðinni og gerði þá alla á mismunandi tímapunktum að mögulegum sigurvegurum. Ferrari-bílarnir tveir náðu frábæru starti og komust á undan Raikkönen fyrir fyrstu beygju. Startið hjá Finnanum var lélegt en hann hélt þó fjórða sætinu fyrstu hringina. Hamilton þurfti svo fljótlega að víkja úr fyrsta sætinu fyrir Alonso og Massa. Hamilton varð á endanum þriðji en þurft að hafa fyrir því á síðasta hring þegar Vettel sótti hart að honum. Aðeins sekúndubrot skildu þá að þegar yfir endalínuna var ekið. Jenson Button varð fimmti fyrir McLaren og Felipe Massa sjötti. Daniel Ricciardo í Toro Rosso varð sjöundi eftir að hafa átt stórkoslega tímatökur í gær og staðið sig vel í dag. Paul di Resta náði að sigla Force India-bílnum í höfn í áttunda sæti á undan Romain Grosjean og Nico Hulkenberg. Vettel leiðir enn stigabaráttuna með 52 stig en Kimi Raikkönen er nú með 49 og Alonso 43. Það lítur því allt úf fyrir að titilbaráttan verði jöfn og skemmtileg í ár.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira