Cabrera og Snedeker leiða Masters | Tiger á smá von 13. apríl 2013 23:16 Angel Cabrera. AP/Getty Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari. Ástralinn Jason Day var lengi vel í forystunni en hann missti algjörlega flugið undir lokin. Slíkt hið sama gerði hinn reyndi Bandaríkjamaður, Fred Couples. Day er í fjórða sæti á fimm höggum undir pari eins og landi sinn Marc Leishman. Day lék á einu höggi yfir pari í dag en Leishman var á parinu. Matt Kuchar er einn í sjötta sæti á fjórum höggum undir pari en þar á eftir koma Tim Clark og Tiger Woods á þrem höggum undir pari. Tiger var refsað með tveimur höggum fyrir hringinn og hann bætti það upp með því að leika á tveim höggum undir pari í dag. Hann er enn með í baráttunni en ef hann hefði ekki fengið þessa refsingu væri hann aðeins tveim höggum á eftir efstu mönnum. Lokadagurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og Sport HD og hefst útsending á morgun klukkan 18.00.Staðan: 1.-2.: Angel Cabrera -7 1.-2.: Brandt Snedeker -7 3. Adam Scott -6 4.-5.: Marc Leishman -5 4.-5: Jason Day -5 6. Matt Kuchar -4 7.-8.: Tim Clark -3 7.-8: Tiger Woods -3 Golf Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari. Ástralinn Jason Day var lengi vel í forystunni en hann missti algjörlega flugið undir lokin. Slíkt hið sama gerði hinn reyndi Bandaríkjamaður, Fred Couples. Day er í fjórða sæti á fimm höggum undir pari eins og landi sinn Marc Leishman. Day lék á einu höggi yfir pari í dag en Leishman var á parinu. Matt Kuchar er einn í sjötta sæti á fjórum höggum undir pari en þar á eftir koma Tim Clark og Tiger Woods á þrem höggum undir pari. Tiger var refsað með tveimur höggum fyrir hringinn og hann bætti það upp með því að leika á tveim höggum undir pari í dag. Hann er enn með í baráttunni en ef hann hefði ekki fengið þessa refsingu væri hann aðeins tveim höggum á eftir efstu mönnum. Lokadagurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og Sport HD og hefst útsending á morgun klukkan 18.00.Staðan: 1.-2.: Angel Cabrera -7 1.-2.: Brandt Snedeker -7 3. Adam Scott -6 4.-5.: Marc Leishman -5 4.-5: Jason Day -5 6. Matt Kuchar -4 7.-8.: Tim Clark -3 7.-8: Tiger Woods -3
Golf Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira