Innlent

„Síðasta ríkisstjórn skapaði vandann, núverandi ríkisstjórn hefur ekki leyst hann“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Flestir vou sammála um að efla þyrfti heilbrigðisþjónustu á landsvísu.
Flestir vou sammála um að efla þyrfti heilbrigðisþjónustu á landsvísu. Skjáskot/RÚV
Fulltrúar tólf framboða til Alþingis ræddu velferðar- og menntamál í málefnaþætti RÚV fyrr í kvöld. Deilt var um byggingu nýs sjúkrahúss og kjör starfsmanna í heilbrigðisstéttinni.

Flestir vou sammála um að efla þyrfti heilbrigðisþjónustu á landsvísu en fulltrúarnir voru ósammála um aðferðirnar. Þá voru geðheilbrigðismál til umræðu og málefni aldraðra og öryrkja.

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, lýsti yfir vilja flokksins um þjóðarsátt um Landspítalann. Kristinn Guðfinnsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í norðausturkjördæmi, sagði framlög til heilbrigðismála hafa aukist í stjórnartíð flokksins og sagði skattahækkanir og niðurskurð fullreyndan.

Freyja Haraldsdóttir, frambjóðandi Bjartrar framtíðar í suðvesturkjördæmi sagði núverandi húsnæði Landspítalans geta verið skaðlegt, og Íris Dröfn Kristjánsdóttir, oddviti Hægri grænna í norðvesturkjördæmi, sagði ástæðu til að flytja spítalann úr húsnæði sínu við Hringbraut.

Guðbjartur Hannesson, oddviti Samfylkingarinnar í norðvesturkjördæmi, sagði nauðsynlegt að byggja spítalann upp með tækjum og búnaði og launahækkunum starfsfólks, en Vésteinn Valgarðsson í Alþýðufylkingunni sagði stjórnarliða og stjórnarandstæðinga ekki hafa efni á að kenna hvorum öðrum um vanda spítalans. Síðasta ríkisstjórn hefði skapað vandann og núverandi ríkisstjórn ekki leyst hann.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á vef RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×