Innlent

Samfylkingin ekki minni í fimmtán ár

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá síðasta landsfundi Samfylkingarinnar.
Frá síðasta landsfundi Samfylkingarinnar.
Framsóknarflokkurinn eykur fylgi sitt í rúm 29 prósent samkvæmt nýrri könnun Gallup en Samfylkingin tapar verulega og mælist nú með tólf prósenta fylgi, það lægsta sem Gallup hefur mælt hjá flokknum í tæp fimmtán ár. RÚV greinir frá.

Könnunin var gerð dagana 2. - 10. apríl og tóku rúmlega 81 prósent þeirra sem svöruðu afstöðu. 9,5 prósent ætlar ekki að kjósa eða að skila auðu, tæp sex prósent tóku ekki afstöðu og þrjú prósent neituðu að svara.

Aukning fylgis Framsóknarflokssins nemur ríflega prósentustigi frá síðustu könnun og fengi hann 22 þingmenn ef kosið væri nú. Samfylkingin hrapar niður um þrjú prósentustig og fær níu þingmenn. Björt framtíð dalar og fær rúm tíu prósent og sjö þingmenn. Þá fá Píratar fjóra þingmenn kjörna og auka fylgi sitt um næstum tvö og hálft prósentustig, og mælast nú með tæplega sjö prósenta fylgi. Vinstri græn er á niðurleið með 7,3 prósenta fylgi og fimm þingmenn.

Aðrir ná ekki inn manni en Lýðræðisvaktin kemst næst því, með 3,8 prósent, Dögun með 2,5 prósent og Flokkur heimilanna með 1,5 prósent. Fylgi annarra framboða er undir einu prósenti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×