Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2013 09:30 McIlroy og Wozniacki í góðum gír á Augusta-vellinum í gær. Nordicphotos/Getty Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Fimm kylfingar stóðu jafnir að loknum holunum níu á fjórum undir pari. Ernie Els og Nick Watney drógu sig þó úr keppni svo að Potter barðist um sigurinn við Phil Mickelson og Matt Kuchar. Par dugði Mickelson ekki á fyrstu holu því Kucher og Potter yngri nældu sér í fugl. Potter, sem er að spila í fyrsta skipti á Masters, hélt uppteknum hætti á næstu holu á meðan Kucher paraði holuna. Þar með var leik lokið.Potter yngri með sigurverðlaun sín.Nordicphotos/GettySigur Potter yngri gæti þó komið honum í koll ef rýnt er í sögu Masters. Frá því keppnin fór fyrst fram árið 1960 hefur sigurvegaranum í par 3 keppninni aldrei tekist að klæðast jakkanum græna fjórum dögum síðar. Léttleikinn sveif yfirvötnunum á Augusta í gær og beindist kastljós margra að ofurparinu Rory McIlroy og Caroline Wozniacki. Danska tennisstjarnan sá um að bera kylfurnar fyrir kærastann sinn frá Norður-Írlandi. Svipað var uppi á teningnum hjá öðrum kylfingum sem höfðu fjölskyldumeðlim eða vin á sinni hægri hönd enda allt til gamans gert. Keppni á Masters-mótinu hefst í dag. Bein útsending á Stöð2 Sport & HD hefst klukkan 19.Sportið á Vísi er á Facebook. Vertu með. Um par 3 keppninaHin árlega par 3 keppni fór fram á par 3 vellinum á Augusta National-golfvellinum í gær. Mótið er að mestu haldið til skemmtunar og fá kylfingar þar frábært tækifæri til að eyða deginum með fjölskyldu og vinum. Fyrst var leikið í þessu móti árið 1960 þegar Sam Snead stóð uppi sem sigurvegari. Fjölmargir fyrrverandi risameistarar sem eru komnir á gamals aldur taka þátt í par 3 keppninni á ári hverju og nýtur mótið mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Alls hafa kylfingar farið 75 sinnum holu í höggi í par 3 mótinu frá upphafi og var met sett árið 2002 þegar fimm kylfingar fóru holu í höggi. Ef þú ert þátttakandi í Masters-mótinu þá er ekkert sérstaklega spennandi að vinna par 3 keppnina. Aldrei í sögu Masters-mótsins hefur kylfingi tekist að vinna bæði par 3 keppnina og síðan sjálft Masters-mótið. Írinn Padraig Harrington hefur unnið þetta mót þrisvar á síðastliðnum áratug og síðast í fyrra þegar hann og Johnathan Byrd voru jafnir og efstir. Vallarmetið á par 3 vellinum er 20 högg og er í eigu þeirra Art Wall og Gay Brewer. Golf Tengdar fréttir Tiger: Rory er minn helsti keppinautur Þó svo Norður-Írinn Rory McIlroy vilji sem minnst gera úr því að hann og Tiger Woods séu orðnir aðalkeppinautar segir Tiger að hann líti á McIlroy sem sinn helsta keppinaut. 10. apríl 2013 17:15 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 Titlaleysi Tiger kom Nicklaus í opna skjöldu Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. 10. apríl 2013 07:50 Ég er ekki í sama klassa og Tiger Fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið, hefst á Augusta-vellinum á morgun. Mikil spenna er líkt og venjulega fyrir mótinu. Flestra augu beinast að Nike-félögunum Tiger Woods og Rory McIlroy. Fjölmiðlar hafa reynt að stilla þeim upp sem helstu keppinautum fyrir mótið en Norður-Írinn McIlroy hefur reynt að draga úr öllu slíku tali. 10. apríl 2013 15:00 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Fimm kylfingar stóðu jafnir að loknum holunum níu á fjórum undir pari. Ernie Els og Nick Watney drógu sig þó úr keppni svo að Potter barðist um sigurinn við Phil Mickelson og Matt Kuchar. Par dugði Mickelson ekki á fyrstu holu því Kucher og Potter yngri nældu sér í fugl. Potter, sem er að spila í fyrsta skipti á Masters, hélt uppteknum hætti á næstu holu á meðan Kucher paraði holuna. Þar með var leik lokið.Potter yngri með sigurverðlaun sín.Nordicphotos/GettySigur Potter yngri gæti þó komið honum í koll ef rýnt er í sögu Masters. Frá því keppnin fór fyrst fram árið 1960 hefur sigurvegaranum í par 3 keppninni aldrei tekist að klæðast jakkanum græna fjórum dögum síðar. Léttleikinn sveif yfirvötnunum á Augusta í gær og beindist kastljós margra að ofurparinu Rory McIlroy og Caroline Wozniacki. Danska tennisstjarnan sá um að bera kylfurnar fyrir kærastann sinn frá Norður-Írlandi. Svipað var uppi á teningnum hjá öðrum kylfingum sem höfðu fjölskyldumeðlim eða vin á sinni hægri hönd enda allt til gamans gert. Keppni á Masters-mótinu hefst í dag. Bein útsending á Stöð2 Sport & HD hefst klukkan 19.Sportið á Vísi er á Facebook. Vertu með. Um par 3 keppninaHin árlega par 3 keppni fór fram á par 3 vellinum á Augusta National-golfvellinum í gær. Mótið er að mestu haldið til skemmtunar og fá kylfingar þar frábært tækifæri til að eyða deginum með fjölskyldu og vinum. Fyrst var leikið í þessu móti árið 1960 þegar Sam Snead stóð uppi sem sigurvegari. Fjölmargir fyrrverandi risameistarar sem eru komnir á gamals aldur taka þátt í par 3 keppninni á ári hverju og nýtur mótið mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Alls hafa kylfingar farið 75 sinnum holu í höggi í par 3 mótinu frá upphafi og var met sett árið 2002 þegar fimm kylfingar fóru holu í höggi. Ef þú ert þátttakandi í Masters-mótinu þá er ekkert sérstaklega spennandi að vinna par 3 keppnina. Aldrei í sögu Masters-mótsins hefur kylfingi tekist að vinna bæði par 3 keppnina og síðan sjálft Masters-mótið. Írinn Padraig Harrington hefur unnið þetta mót þrisvar á síðastliðnum áratug og síðast í fyrra þegar hann og Johnathan Byrd voru jafnir og efstir. Vallarmetið á par 3 vellinum er 20 högg og er í eigu þeirra Art Wall og Gay Brewer.
Golf Tengdar fréttir Tiger: Rory er minn helsti keppinautur Þó svo Norður-Írinn Rory McIlroy vilji sem minnst gera úr því að hann og Tiger Woods séu orðnir aðalkeppinautar segir Tiger að hann líti á McIlroy sem sinn helsta keppinaut. 10. apríl 2013 17:15 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 Titlaleysi Tiger kom Nicklaus í opna skjöldu Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. 10. apríl 2013 07:50 Ég er ekki í sama klassa og Tiger Fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið, hefst á Augusta-vellinum á morgun. Mikil spenna er líkt og venjulega fyrir mótinu. Flestra augu beinast að Nike-félögunum Tiger Woods og Rory McIlroy. Fjölmiðlar hafa reynt að stilla þeim upp sem helstu keppinautum fyrir mótið en Norður-Írinn McIlroy hefur reynt að draga úr öllu slíku tali. 10. apríl 2013 15:00 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger: Rory er minn helsti keppinautur Þó svo Norður-Írinn Rory McIlroy vilji sem minnst gera úr því að hann og Tiger Woods séu orðnir aðalkeppinautar segir Tiger að hann líti á McIlroy sem sinn helsta keppinaut. 10. apríl 2013 17:15
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
Titlaleysi Tiger kom Nicklaus í opna skjöldu Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. 10. apríl 2013 07:50
Ég er ekki í sama klassa og Tiger Fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið, hefst á Augusta-vellinum á morgun. Mikil spenna er líkt og venjulega fyrir mótinu. Flestra augu beinast að Nike-félögunum Tiger Woods og Rory McIlroy. Fjölmiðlar hafa reynt að stilla þeim upp sem helstu keppinautum fyrir mótið en Norður-Írinn McIlroy hefur reynt að draga úr öllu slíku tali. 10. apríl 2013 15:00