Framsóknarmenn jákvæðari á Facebook Helga Arnardóttir skrifar 26. apríl 2013 18:50 Fólk er duglegra að deila neikvæðum fréttum um stjórnmálaflokkana á Facebook en jákvæðum. Oftast er fréttum um Sjálfstæðisflokkinn deilt á samfélagsmiðlinum en Framsóknarmenn deila frekar jákvæðari fréttum. Helga Arnardóttir veit meira um þetta mál. Samfélagsmiðillinn facebook hefur spilað veigamikið hlutverk í kosningabaráttunni síðustu vikur. Fjölmiðlavaktin hefur gert úttekt á fréttum sem fluttar hafa verið um framboðin í aðdraganda kosninganna frá 1.mars síðastliðnum til 23.apríl. Tengingar netfrétta við facebook er talning á hversu oft fréttum um framboðin er deilt, líkað við eða skrifaðar athugasemd við. Fréttir um Sjálfstæðisflokkinn eru með langflestar tengingar við facebook eða rúmlega 110.500 Samfylkingin kemur þar næst á eftir með tæplega 108.000 tengingar. Vinstri grænir eru með rúmlega 94.500 tengingar en Framsóknarflokkur tæplega 93.000. Björt framtíð er svo með tæplega 37.000 tengingar og Píratar rúmlega 31.500. Smærri framboðin eru svo með enn færri tengingar á facebook. Píratar hins vegar eru greinilega mjög duglegir á facebook og eru með langflestar tengingar per frétt eða rúmlega 250 talsins. Magnús Heimisson almannatengill hjá Fjölmiðlavaktinni segir líka talsverðan mun á því hversu mikið jákvæðum eða neikvæðum fréttum um framboðin er deilt á facebook. „Það er helmingi meiri dreifing á neikvæðum fréttum um framboðin heldur en jákvæðum,“ segir Magnús. „Það er reyndar ein undantekning, við sjáum að Framsóknarflokknum gengur aðeins betur að koma jákvæðum fréttum á framfæri þar sem dreifing á þeim er meiri heldur en hjá öllum öðrum framboðum. Hún er í kringum þrjátíu prósent meiri sem vekur auðvitað spurningar um mikilvægi samfélagsmiðla í dag og hvort allir flokkarnir séu að sinna þessum málum vel,“ bætir hann við. Hann telur stjórnmálaflokkanna ef til vill vanmeta þann mátt sem samfélagsmiðlarnir hafa í kosningunum. „Og ekki síður fyrir nýja kjósendur eða markhóp sem kannski les ekki blöðin, hlustar minna á fréttir og les eingöngu netfréttir, sem sagt yngri markhópurinn,“ segir Magnús að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Fólk er duglegra að deila neikvæðum fréttum um stjórnmálaflokkana á Facebook en jákvæðum. Oftast er fréttum um Sjálfstæðisflokkinn deilt á samfélagsmiðlinum en Framsóknarmenn deila frekar jákvæðari fréttum. Helga Arnardóttir veit meira um þetta mál. Samfélagsmiðillinn facebook hefur spilað veigamikið hlutverk í kosningabaráttunni síðustu vikur. Fjölmiðlavaktin hefur gert úttekt á fréttum sem fluttar hafa verið um framboðin í aðdraganda kosninganna frá 1.mars síðastliðnum til 23.apríl. Tengingar netfrétta við facebook er talning á hversu oft fréttum um framboðin er deilt, líkað við eða skrifaðar athugasemd við. Fréttir um Sjálfstæðisflokkinn eru með langflestar tengingar við facebook eða rúmlega 110.500 Samfylkingin kemur þar næst á eftir með tæplega 108.000 tengingar. Vinstri grænir eru með rúmlega 94.500 tengingar en Framsóknarflokkur tæplega 93.000. Björt framtíð er svo með tæplega 37.000 tengingar og Píratar rúmlega 31.500. Smærri framboðin eru svo með enn færri tengingar á facebook. Píratar hins vegar eru greinilega mjög duglegir á facebook og eru með langflestar tengingar per frétt eða rúmlega 250 talsins. Magnús Heimisson almannatengill hjá Fjölmiðlavaktinni segir líka talsverðan mun á því hversu mikið jákvæðum eða neikvæðum fréttum um framboðin er deilt á facebook. „Það er helmingi meiri dreifing á neikvæðum fréttum um framboðin heldur en jákvæðum,“ segir Magnús. „Það er reyndar ein undantekning, við sjáum að Framsóknarflokknum gengur aðeins betur að koma jákvæðum fréttum á framfæri þar sem dreifing á þeim er meiri heldur en hjá öllum öðrum framboðum. Hún er í kringum þrjátíu prósent meiri sem vekur auðvitað spurningar um mikilvægi samfélagsmiðla í dag og hvort allir flokkarnir séu að sinna þessum málum vel,“ bætir hann við. Hann telur stjórnmálaflokkanna ef til vill vanmeta þann mátt sem samfélagsmiðlarnir hafa í kosningunum. „Og ekki síður fyrir nýja kjósendur eða markhóp sem kannski les ekki blöðin, hlustar minna á fréttir og les eingöngu netfréttir, sem sagt yngri markhópurinn,“ segir Magnús að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira