Fjölmiðlaumfjöllun skiptir ekki höfuðmáli 25. apríl 2013 18:46 Rúmlega fimm þúsund fréttir hafa verið skrifaðar um kosningarnar frá síðustu átta vikur þar af er Samfylkingin með flestar fréttir eða tæplega tvö þúsund og sex hundruð talsins. Fæstu fréttirnar hafa verið skrifaðar um Framsókn af fjórflokknum en flokkurinn er engu að síður með mesta fylgið. Fjölmiðlavaktin hefur tekið saman allar fréttir sem skrifaðar hafa verið um kosningarnar og þau fjölmörgu framboð sem nú bjóða fram til Alþingis. Rúmlega fimm þúsund fréttir hafa verið fluttar um framboðin á tímabilinu 1.mars til 23.apríl og oft er minnst á fleiri en eitt framboð í sömu fréttinni. Á þessu tímabili eru flestar fréttir um Samfylkingu og Vinstri græna enda eru þessir flokkar enn við völd og því kannski ekki óeðlilegt að þeir séu í eldlínunni. Tæplega 2600 fréttir hafa verið fluttar um Samfylkinguna á umræddu tímabili. Vinstri grænir koma þar næst á eftir með tæplega 2200 fréttir. Tæplega 1900 fréttir hafa verið fluttar um Sjálfstæðisflokkinn og tæplega 1500 um Framsóknarflokkinn. Færri fréttir hafa þó verið fluttar og skrifaðar um hin stjórnmálaframboðin. Tæplega áttahundruð fréttir hafa verið fluttar af Bjartri framtíð og tæplega fjögurhundruð af Pírötum. Svo fækkar fjölda frétta enn frekar þegar kemur að smærri framboðunum. Gera mætti ráð fyrir því að sá flokkur sem mest væri fjallað um í fjölmiðlum í aðdraganda kosninga fengi e.t.v. meira fylgi fyrir vikið en svo er ekki. Með tæplega tvö þúsund og sex hundruð fréttir mælist Samfylkingin samt sem áður með tæplega 15 % fylgi. En Framsókn hins vegar sem er með fæstar fréttir af fjórflokknum eða tæplega 1500 talsins mælist með mesta fylgið eða tæplega 26%. Það er því greinilegt að magn frétta og mikil umfjöllun í fjölmiðlum skiptir ekki höfuðmáli þegar afla á fylgis stjórnmálaflokka. Kosningar 2013 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Rúmlega fimm þúsund fréttir hafa verið skrifaðar um kosningarnar frá síðustu átta vikur þar af er Samfylkingin með flestar fréttir eða tæplega tvö þúsund og sex hundruð talsins. Fæstu fréttirnar hafa verið skrifaðar um Framsókn af fjórflokknum en flokkurinn er engu að síður með mesta fylgið. Fjölmiðlavaktin hefur tekið saman allar fréttir sem skrifaðar hafa verið um kosningarnar og þau fjölmörgu framboð sem nú bjóða fram til Alþingis. Rúmlega fimm þúsund fréttir hafa verið fluttar um framboðin á tímabilinu 1.mars til 23.apríl og oft er minnst á fleiri en eitt framboð í sömu fréttinni. Á þessu tímabili eru flestar fréttir um Samfylkingu og Vinstri græna enda eru þessir flokkar enn við völd og því kannski ekki óeðlilegt að þeir séu í eldlínunni. Tæplega 2600 fréttir hafa verið fluttar um Samfylkinguna á umræddu tímabili. Vinstri grænir koma þar næst á eftir með tæplega 2200 fréttir. Tæplega 1900 fréttir hafa verið fluttar um Sjálfstæðisflokkinn og tæplega 1500 um Framsóknarflokkinn. Færri fréttir hafa þó verið fluttar og skrifaðar um hin stjórnmálaframboðin. Tæplega áttahundruð fréttir hafa verið fluttar af Bjartri framtíð og tæplega fjögurhundruð af Pírötum. Svo fækkar fjölda frétta enn frekar þegar kemur að smærri framboðunum. Gera mætti ráð fyrir því að sá flokkur sem mest væri fjallað um í fjölmiðlum í aðdraganda kosninga fengi e.t.v. meira fylgi fyrir vikið en svo er ekki. Með tæplega tvö þúsund og sex hundruð fréttir mælist Samfylkingin samt sem áður með tæplega 15 % fylgi. En Framsókn hins vegar sem er með fæstar fréttir af fjórflokknum eða tæplega 1500 talsins mælist með mesta fylgið eða tæplega 26%. Það er því greinilegt að magn frétta og mikil umfjöllun í fjölmiðlum skiptir ekki höfuðmáli þegar afla á fylgis stjórnmálaflokka.
Kosningar 2013 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu